Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.10.2010, Qupperneq 18
18 23. október 2010 LAUGARDAGUR Þ órhildur var einn af stofnendum Kvenna- listans og sat á þingi fyrir hann á árunum 1987 til 1991. Hún tók við formennsku í Jafnréttisráði fyrir réttu ári og það sem er helst á döfinni hjá Þór- hildi nú er framboð til stjórnlaga- þings. Ísland var fyrir skömmu metið með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum og var Þórhildur í upphafi sam- tals beðin að leggja mat á stöðu íslenskra kvenna í ljósi þessa. Hún segist eiginlega klofin í herðar niður því sem formaður Jafnrétt- isráðs og þar með hluti af stjórn- sýslunni nálgist hún jafnréttismál á þeim vettvangi sem hið opinbera hefur forgöngu um; breyta lögum og lagfæra ýmsar ytri aðstæður. „Ég hef kallað þetta skrifræðis- jafnrétti,“ segir hún. „Með því er ekki verið að hugsa um að breyta samfélaginu heldur að auðvelda konum að vera fullgildir þátttak- endur í því eins og það er. Mér finnst þurfa miklu dýpri og gagn- gerari breytingar á hugmynda- fræði samfélagsins.“ Konur á eigin forsendum Þórhildi finnst það til dæmis ekki hafa breytt miklu þótt 43 prósent þingmanna séu nú konur og raunar mikið umhugsunarefni. „ Ég held að þær passi bara ekkert þarna inn,“ segir hún. „Umræðuhefðin, morfísstílllinn, hentar þeim ekki né að tala í fyrirsögnum. Ef þær spila með og haga sér eins og karl- arnir, sem þær gera fæstar, þolir þær enginn og ef þær gera það ekki fá þær ekki athygli. Vítahringur, einn af mörgum sem konur festast í í karlamenningu.“ Þórhildur er líka hugsi yfir skil- greiningunni sem viðgengst í pól- itík á hörðum málum og mjúkum þar sem litið er á hin svokölluðu hörðu mál sem alvöru pólitísk mál meðan mjúku málin svokölluðu séu ekki alvörustjórnmál. „Karlar hafa skilgreint pólitíkina. Segja hana snúast um efnahags- og atvinnu- mál. Mörgum konum finnst þetta þröngt sjónarhorn, finnst að mann- eskjan og líðan hennar ætti að vera aðalatriði og efnahags- og atvinnu- mál tæki til að ná markmiðum um velferð og vellíðan mannfólks- ins.“ „Mér fannst á þessum svoköll- uðu uppgangsárum okkar konur detta í karlamenningu. Þær fóru að mæla allt í afrekum og telja hausa, prósentur og peninga. Not- uðu samkeppnismælikvarða karla til að mæla eigin árangur. En það var einstaklingsbundinn árangur. Það var engin breyting fyrir konur almennt. Og mér finnst knýj- andi nauðsyn að vekja upp aftur umræðu um konur á eigin forsend- um; kvennamenningu, kvenna- reynslu, kvennasýn og gildi. Fyrr breytum við ekki samfélaginu.“ Klámvæðing Þórhildi finnst staða kvenna hafa að mörgu leyti versnað undanfar- in ár. „Ekki lagalega en ímyndar- lega, bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stór- versnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjáls- lyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífs- væðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birt- ist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeld- is. Við höfum öll heyrt frasann um að konur segi nei þegar þær meina já en nú er búið að taka þetta miklu lengra og látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kyn- ferðislega ánægju að lúta ofbeldi. Þetta er rosalega alvarlegt.“ Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi þess- ari útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi mynd- ir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöð- um og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjón- varpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna. Ný gildi Hvernig búum við til annars konar samfélag? „Ef ég hefði nú uppskriftina myndi ég fá Nóbelsverðlaunin á morgun,“ segir Þórhildur og hlær. „En ég hef ekkert svar við því annað en að konur standi saman á eigin forsendum.“ Þórhildur segir að afstaða karla til kvennabaráttu minni sig stund- um á afstöðu Vesturlanda þegar Austurblokkin féll fyrir rúmlega 20 árum en þá átti hún einmitt sæti í Evrópuráðinu. „Það hrundi öll Austur-Evrópa og umræðan var á þeim nótum að hjá okkur í Vest- ur-Evrópu væri paradís. Þetta var hrokafull og sjálfhverf nálgun. Nú býst ég ekki við að nokkur myndi halda því fram að hin kommúníska Austur-Evrópa hefði verið paradís en var ekkert þar sem var hægt að læra af? Mér finnst jafnréttis- umræðan vera á þessu plani. Við erum flottu karlarnir; reynið þið að vera eins og við, þá megið þið vera með. Hverju myndu konur breyta í samfélaginu ef þær kæmu meira að borðinu á sínum forsendum? „Ég held að fljótlega yrðu allt önnur gildi í fyrirrúmi. Við búum öll að reynslu okkar. Íslendingar hika ekkert við að tala um bænda- menningu eða sjómannamenningu en það fer ofsalega í taugarnar á þeim að tala um kvennamenningu. Það að ala önn fyrir öðrum og sýna öðrum umhyggju og í rauninni halda lífinu í öllum er stór hluti af menningarlegu hlutverki kvenna. Ég er ekki að segja að karlmenn hafi ekki sýnt fjölskyldu sinni umhyggju en það var meira fólgið í að draga í búið. Sérgrein kvenna er mannfólkið.“ Önnur vinnubrögð „Það sýnir sig alls staðar þar sem konur koma saman á eigin for- sendum að þá skipuleggja þær sig öðruvísi. Þær hafa ekki sömu þörf fyrir valdastrúktúra og karlar. Ég veit svo sem ekki hvort karlar hafa þörf fyrir þá eða hvort þetta er bara menning. Þeir búa strax til tröppur og áfanga og svo þurfa þeir að merkja sig ýmist með búningum eða orðum til að sýna hvar þeir eru staddir í goggunarröðinni. Og það er bara pláss fyrir einn á toppn- um og hann segir auðvitað að það sé rosalega kalt þar og einmana- legt,“ og nú kímir Þórhildur aðeins. „En það er til þess að halda hinum frá. Konur leita hins vegar í flatan strúktúr og þær taka sig ekki held- ur eins hátíðlega. Það er svo margt í vinnubrögðum og gildum sem ég held að myndi breytast mikið.“ Þórhildur er líka sannfærð um að flestum karlmönnum myndi líða betur í samfélagi þar sem kvenleg gildi skipuðu meiri sess. „Þeir eru ekkert allir eðlaðir til að vera í þessu kapphlaupi. Það er ekki eins og þeir nái allir upp á toppinn en það er skylda þeirra að reyna að klóra sig þangað upp og ef þeir sýna ekki tilburði til þess þá eru þeir bara ekki nógu góðir karlmenn. Feðraveldið refsar karl- mönnum sem skorast undan, þeir eru svikarar. Það er mjög virkt kerfi til að halda karlmönnum við efnið.“ Ekki er heldur hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að konur eru 70 prósent þeirra sem neyta menn- ingar. Þangað sækja þær þekkingu og skilning á mannlífinu og and- lega næringu. Þrátt fyrir þetta er menningunni að stærstum hluta stýrt af körlum líkt og fjölmiðlun- um. Ósýnilegir múrar koma þar í veg fyrir raunveruleg völd kvenna. Karlar sækja stuðning og styrk til samkeppni og í íþróttir. Þar end- urspeglast þeirra menning. Sam- keppni, sigra – tapa, metorð og verðlaun. Orðanotkunin Orðin femínismi og femínisti eru sumum konum framandi og þær hafa jafnvel átt í erfiðleikum með að finnast þessi orð eiga við um þær sjálfar og þeirra líf. Sumar konur segjast jafnvel vera hlynnt- ar jafnrétti en gangast ekki við því að vera femínistar. „Við höfum ekkert íslenskt orð sem er viðurkennt í umræðunni,“ segir Þórhildur þegar orðanotk- un í jafnréttisbaráttu kvenna ber á góma. „Það er mjög áríðandi að hver einasta kona geti samsam- að sig með umræðunni, að henni finnist ekki umræðan vera bara fyrir einhvern hóp sem er orð- inn sérfræðingur í málefninu. Ég held að við ættum að fara að nota aftur orðið „kvenna-“ og vera ekki feimnar við það; kvenrétt- indi, kvennamenning, kvennasýn, kvennagildi. Það er um að gera að taka alla svona baráttu af tækni- planinu. Konur verða að geta sam- samað hana eigin lífi.“ Sigrar og áfangar í baráttunni „Auðvitað hefur líf kvenna gjör- breyst. Við skulum bara byrja á kosningaréttinum. Það var gríð- arlegur áfangi. Bara það að fá að fara í skóla, fá æðri menntun, fá að gegna embættum. Það eru lög í landinu um jafnrétti og það eru lög um sömu laun fyrir sömu vinnu þó að þau séu endalaust brotin. Mikið hefur áunnist í baráttunni gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Það eru gríðarlega margir ávinning- ar og ekki síst hafa konur öðlast miklu meira sjálfstæði með mennt- un og þátttöku í atvinnulífinu sem hefur veitt þeim fjárhagslegt sjálf- stæði. Öll síðasta öld er mörkuð af alls konar sigrum en svo koma bak- slög.“ Og nú er komið að meginskila- boðum Þórhildar Þorleifsdótt- ur, formanns Jafnréttisráðs, til íslenskra kvenna: „Það er mjög mikilvægt að hver einasta kona, ung og gömul, ekki síst ung, geri sér grein fyrir því að það mun ekk- ert breytast í hennar lífi eða ann- arra kvenna, nema hún geri það sjálf og með öðrum konum. Allir sigrar hafa unnist vegna samstöðu og baráttu kvenna. Þær hafa ekki fengið örðu á silfurfati, ekki eitt einasta skref sem horfir til meiri kvenréttinda, meiri mannrétt- inda. Karlar hafa stundum stutt þær og margir karlar eru hlynnt- ir kvenfrelsi og jafnrétti en þær verða að vinna þessa vinnu sjálfar. Samstaða kvenna – það er grund- vallaratriðið.“ Allir sigrar byggja á samstöðu ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR Þótt skrifræðisjafnrétti sé náð metur Þórhildur það svo að bakslag hafi orðið í jafnréttisbaráttu kvenna undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er mjög mikilvægt að hver einasta kona, ung og göm- ul, ekki síst ung, geri sér grein fyrir því að það mun ekkert breytast í hennar lífi eða annarra kvenna, nema hún geri það sjálf og með öðrum konum. Tvö eru þau svið sam- félagsins þar sem Þór- hildur Þorleifsdóttir hefur látið verulega að sér kveða. Annars vegar í leikhúsinu og hins vegar í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Steinunn Stefánsdóttir hitti Þórhildi, sem nú er formaður Jafnrétt- isráðs, í vikunni og ræddi jafnréttismál í tilefni kvennafrídagsins á mánudag. Þórhildi finnst skorta umræðu um stöðu kvenna á eig- in forsendum þótt jafn- rétti sé náð í lögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.