Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 24
24 23. október 2010 LAUGARDAGUR E r aðstoðarmaður borg- arstjóra með aðstoðar- mann,“ spyr fjölmiðla- konan Margrét Erla Maack hissa þegar maður rekur inn nefið á skrifstofu S. Björns Blöndal með sódavatn og glös handa blaða- manni og rökstólapari vikunnar. Upp úr dúrnum kemur að Björn deilir skrifstofu með Jóni Gnarr og nýtur því sömu sódavatnsfríð- inda og borgarstjórinn. Bæði standa þau á vissum tímamótum. Margrét Erla fór úr útvarpi í sjónvarp í ágúst þegar hún hóf störf í Kastljósi RÚV, en Björn gerðist aðstoðarmaður borg- arstjóra fyrir tveimur vikum eftir að hafa áður gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Besta flokksins. „Við eigum það líklega sameig- inlegt að hafa þekkt allt fólkið sem við vinnum með áður, þótt um nýtt starf sé að ræða,“ segir Margrét og Björn samsinnir því. „Nú þarf ég að skjalfesta allt sem ég geri, sem eru smá viðbrigði fyrir mann sem hefur lengst af unnið hjá sjálf- um sér. Ég er spurður skrýtinna spurninga. „Ertu búinn að gera bókun á þetta? Er þetta komið inn í GoPro-kerfið?“ og svo framveg- is.“ Bæði segja þau veturinn leggj- ast vel í sig. Ekki slæm meðmæli Byrjum á byrjuninni. Hvað vitið þið um hvort annað? Margrét: Ég veit að Björn er bassaleikarinn í Ham og að hann er aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Ég veit hins vegar ekki fyrir hvað S-ið í Sbjörn Blöndal stendur fyrir. Við kynntumst í fyrra þegar Rás 2 stóð fyrir hljómsveitakeppni og Björn var tengiliður okkar við Stúdíó Sýrland.“ Björn: „Þá vissi ég að þú værir í Popplandi á Rás 2 og ég hafði heyrt að þú værir allt í lagi. Hann Óttar vinur minn talaði vel um þig.“ Margrét: „Óttar Proppé, já. Ekki eru það slæm meðmæli.“ Björn: „Og nú veit ég auðvitað allt um þig eftir þetta. Hef heyrt margt og misjafnt!“ Margrét: „Nei!“ (springur úr hlátri). Sesar ekki á stjórnlagaþing Fyrirhugað stjórnlagaþing hefur tröllriðið fréttum vikunnar. Ætlið þið að kjósa? Björn: „Ég veit um tvo sem ég ætla að kjósa, þá Jón Ólafsson, sem er bæði heimspekingur og frændi minn, og Ágúst Má Garð- arsson Bestaflokksmann. Ég veit ekki um fleiri sem eru í fram- boði.“ Margrét: „Ég er búin að ákveða einn, hann Pavel Bartoszek, sem er einn gáfaðasti maður sem ég veit um. Ég man eftir honum úr MR og hann er fyndinn, útsjón- arsamur og sér hlutina í stærra samhengi en flestir.“ Björn: „Ég heyrði um daginn, frá Sambandi íslenskra sveitar- félaga, að þessar kosningar verði þær flóknustu sem haldnar hafa verið í heiminum. Í öllum heimin- um, sko. Úrvinnslan er víst svona margslungin.“ Margrét: „Varir kosningavak- an í sjónvarpinu þá ekki dögum saman? Ég verð kannski að vinna við hana.“ Björn: „Já, það verður kallað á þig þegar menn eru orðnir fullir. Ef sá ólíklegi, nánast útilokaði, atburður myndi henda að stjórn- málamaður yrði skemmtilegur þá verður þú látin tala við hann.“ Margrét: „Einmitt. Rétt eins og núna um daginn þegar ég tók við- tal við Jón Gnarr í bleiku jakka- fötunum sínum. Það var svona „hundur með sólgleraugu“-frétt.“ Björn: „Já, en þetta var nú ómerkilegt komment hjá mér því stjórnmálamenn geta alveg verið skemmtilegir. Ef ég mætti velja hvern sem er, lífs eða liðinn, á stjórnlagaþingið væri líklega best að fá einhvern í djobbið sem hefur gert þetta áður. Thomas Jefferson eða einhvern af því kaliberi.“ Margrét: „Já, eða einhvern góðan heimspeking. Eða Júlíus Sesar!“ Björn: „Myndi þá ekki stjórnlaga- þingið komast að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að hér ríkti einræði?“ Margrét: „Jú, kannski. Það er erfitt að tilnefna einhvern einn úr heimssögunni.“ Vondar ævisögur eru bestar Í vikunni bárust þær fréttir að Jakob Frímann Magnússon er hikandi við að birta æviminn- ingar sínar því hann telur slíkt einungis vera fyrir háaldraðra, en á sama tíma hikar hin sextán ára tónlistarbarnastjarna Just- in Bieber ekki við að gefa út sína ævisögu vestanhafs. Hafið þið gaman af ævisögum? Björn: „Ég gæti alveg hugsað mér að lesa ævisögu Jakobs Frí- manns, sérstaklega ef um væri að ræða hljóðbók sem hann les sjálfur inn á.“ (Hermir eftir Jak- obi Frímanni). Margrét: „Já, það yrði æðis- legt.“ Björn: „Aftur á móti hef ég engan áhuga á að lesa bókina um Justin Bieber. Reyndar er hann stund- um umræðuefni á mínu heim- ili, því tólf ára sonur minn hefur lítið álit á þessum unga manni. Í morgun gerði yngri sonur minn þau mistök að byrja að raula eitt- hvað lag með Bieber og það féll heldur betur í grýttan jarðveg hjá þeim eldri. En oftast hef ég mjög gaman af ævisögum. Bók Alberts Goldman um Elvis er snilld og í miklu uppáhaldi, en það er reynd- ar mjög vond bók.“ Margrét: „Bestu æviminning- ar sem ég hef lesið er ævisaga Tommy Lee, trommara Mötley Crüe og fyrrverandi eiginmanns Pamelu Anderson. Hún er alveg hræðileg. Af og til grípur ákveð- inn líkamshluti inn í frásögnina og segir frá sínu sjónarhorni, með asnalegri skrift og slettum allt í kring. Svo fylgja með viskumol- ar frá Tommy. „Það er mun snið- ugra að fara í foursome en three- some,“ og svo framvegis. Það er mjög fyndið.“ Sigurganga Breiðabliks Birni að þakka Eiður Smári Guðjohnsen keypti gítar sem var áritaður af meðlim- um Rolling Stones á tæpar átján milljónir króna á uppboði í vik- unni, til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. Hafið þið versl- að á uppboðum og dreymir ykkur um að eignast einhverja sérstaka minjagripi? Margrét: „Ég hef margoft keypt magadansbúninga á uppboðum á netinu og gæti alveg hugsað mér að fjárfesta í fleiri slíkum. Þá helst eftir fræga hönnuði á borð við Eman Zaki og Aida Nour.“ Björn: „Já, þessa hönnuði þekkja allir.“ Margrét: „Einmitt. Ég myndi alveg örugglega splæsa svona hundrað- þúsundkalli í svoleiðis.“ Björn: „Ég keypti einu sinni íþróttatreyju fyrir hönd fyrirtæk- is sem ég vann hjá á uppboði til styrktar íþróttafélagi. Svo merki- lega vildi til að þetta félag hafði aldrei getað neitt í fótbolta, en eftir að ég keypti treyjuna af þeim urðu þeir skyndilega svakalega góðir og hirtu meira að segja titilinn af mínum mönnum í FH. Þetta var Breiðablik, og þeirra sigurganga er öll því að þakka að ég keypti af þeim treyjuna. Kópavogur stendur því í þakkarskuld við mig í fleiri en einum skilningi.“ Margrét: „Nú, hvernig þá?“ Björn: „Fólk verður bara að lesa milli línanna með það. Svo langar mig mikið í dúkkurnar sem gerðar voru eftir meðlimum hljómsveitar- innar Kiss á áttunda áratugnum, en þær eru dýrar og maður er ekkert að spreða í svoleiðis í kreppunni.“ Myndi dansa fyrir óvin Að lokum. Ef þið mynduð skipta um hlutverk, Margrét yrði tónlist- armaður og aðstoðarmaður borg- arstjóra í einn dag og Björn yrði fjölmiðlamaður og magadans- mær, mynduð þið gera eitthvað sérstakt? Margrét: „Ég gæti aldrei sinnt starfinu hans Björns, því ég á mjög erfitt með að tileinka mér bókun- arkerfi og slíkt og svo kann ég ekki á hljóðfæri. En ef ég kynni á hljóðfæri myndi ég að sjálfsögðu skella í eina tónleika með Ham á einhverri sveittri sorabúllu með klístruðu gólfi. Það væri gaman að upplifa. Svo myndi ég fara í klipp- ingu ef ég væri Björn.“ Björn: „Sem er góð hugmynd, og hefur raunar komið til tals. En myndirðu nokkuð klippa mikið?“ Margrét: „Nei, nei, bara rétt snyrta.“ Björn: „Ef ég væri magadansmær í mínum eigin líkama myndi ég líklega dansa fyrir einhvern sem mér er ekkert sérstaklega vel við, án þess að nefna nokkur nöfn. Sem dagskrárgerðarmaður myndi ég eflaust bara haga mér nákvæm- lega eins og Margrét. Ég sá sjón- varpsþáttinn Hringekjuna um dag- inn, þar sem Vestmannaeyingar voru að tjá sig og það var heldur súrt. Ég velti því fyrir mér hvað fólk myndi segja ef Reykvíkingar myndu tala svona.“ Margrét: „Nákvæmlega það sem ég hugsaði.“ Björn: „Það yrði allt vitlaust. Þannig að ég myndi líklega ekki leggja mikla áherslu á að taka þátt í Hringekjunni. En mig hefur allt- af langað til að gera matreiðslu- þætti, þar sem ég ferðast um land- ið. Kannski myndi ég gera það.“ Margrét: „Ég elska matreiðslu- þætti. Það er besta sjónvarpsefni sem til er, svona alhliða skemmtun og mjög örvandi. Ég er til dæmis mjög hrifin af rokkstjörnukokkn- um Anthony Bourdain, sem segir frá hlutum eins og þegar hann sprautaði sig með heróíni rétt áður en hann eldaði dýrindis mat fyrir mikilmenni og fleira í þeim dúr. Kærastinn minn náði reyndar í mig með því að bjóða mér heim til sín að horfa á matreiðsluþætti.“ Kosningavaka dögum saman Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og magadansmær, og S. Björn Blöndal, bassaleikari og aðstoðarmaður borgarstjóra, hafa bæði áhuga á matreiðsluþáttum og dálæti á vondum ævisögum. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar í Ráðhúsinu. VIÐ TJÖRNINA Björn telur að Thomas Jefferson hefði getað orðið heppilegur kandídat á stjórnlagaþing. Margrét hefur áhyggjur af lengd kosningavökunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á RÖKSTÓLUM Björn: Ef ég væri magadansmær í mínum eigin líkama myndi ég líklega dansa fyrir einhvern sem mér er ekkert sérstaklega vel við, án þess að nefna nokkur nöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.