Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 28

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 28
28 23. október 2010 LAUGARDAGUR É g hef einu sinni komið til Íslands. Það var fyrir mörgum árum þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í fyrirsætubransanum og var ég meðal annars uppi á jöklum að taka myndir. Svo gat ég aðeins skoðað landið og farið í Bláa lónið. Það væri gaman að fara þangað í frí og Baltasar var alltaf duglegur að segja okkur frá landi og þjóð meðan á tökum stóð í þeim tilgangi að fá okkur í heim- sókn,“ segir þýska leikkonan Diane Kruger með afslappaðri röddu og fullkomnum enskum hreim. Kruger er stödd í Vancouver þessa dagana í fríi hjá kærasta sínum, leikaranum Joshua Jack- son, sem leikur í þarlendri sjón- varpsseríu. „Ég reyni að koma hingað þegar ég á lausa stund. Það getur tekið á að vera svona mikið í sundur og við erum meðvituð um að eyða tíma saman,“ segir Kruger en viðtalið er hennar þriðja yfir daginn, þó að klukkan sé bara 11 að morgni að hennar tíma. Heillandi saga Það vakti mikla athygli fjölmiðla þegar leikkonan Diane Kruger gekk til liðs við leikhóp Baltasars Kormáks fyrir myndina Inhale. Kruger er annáluð fegurðardís og þykir hörkuleikkona. Hún byrjaði sinn feril sem fyrirsæta í París en skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún hampaði hlutverki Hel- enu fögru í stórmyndinni Troy, eftir mikla leit aðstandenda mynd- arinnar að konu sem gæti túlkað fegurstu konu heims á hvíta tjald- inu. Inhale, sem átti fyrst að heita Run for Her Life, fjallar um heim ólöglegra líffæraflutninga og vekur upp margar siðferðislegar spurningar hjá áhorfandanum. Það var einmitt það sem laðaði Kruger að myndinni. „Ég varð strax heilluð af hand- ritinu og boðskapnum sem felst í sögunni. Öllum þessum siðferðis- legu spurningum sem maður getur velt fyrir sér fram og til baka. Ég hafði aldrei spáð neitt sérstaklega í ólöglegum líffæraflutningum og vissi ekki að þetta væri algengt vandamál. Um leið og ég var búin að lesa handritið fór ég á netið og las mér til um málefnið. Þetta snerti mig djúpt,“ segir Kruger en í myndinni fer hún með hlutverk hinnar týpísku miðstéttarmömmu, Diane Stanton, sem berst fyrir lífi dóttur sinnar og er tilbúin til að gera hvað sem er til að bjarga henni. „Diane Stanton kemur frá for- réttindaveröld og er knúin áfram af ástinni til dóttur sinnar. Myndin sýnir muninn milli tveggja heima, þó landfræðilega séu þeir ekki langt frá hvor öðrum. Þó að ég sé ekki móðir sjálf, þá get ég vel sett mig í hennar spor enda held ég að það gildi það sama um hvaða ást- vin sem er. Þú berst fyrir þá sem þú elskar, ekki satt?“ Kruger segist hafa verið á báðum áttum með endinn á myndinni meðan á tökum stóð og var Balt- asar sjálfur undir þrýstingi með að ljúka myndinni á annan veg. „Ég get alveg viðurkennt það að ég var mjög tvístígandi um hvort hann væri að taka rétta ákvörðun í tökuferlinu. Það var ekki bara ég, heldur voru oft miklar rökræður um siðferðið í myndinni á milli manna á tökustað, “ segir Kruger en bætir við að eftir að hafa séð myndina nokkrum sinnum sé hún mjög sátt með útkomuna. „Ég er mjög ánægð með myndina og held að hún eigi eftir að ná vel til ákveð- ins hóps. Þetta er ekki hin týpíska Hollywood-mynd sem áhorfandinn horfir á sér til afþreyingar. Tak- markið með myndinni er að vekja fólk til umhugsunar, svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að varpa ljósi á þessa ólöglegu starfsemi,“ segir Kruger. Hún ber Baltasar vel söguna og segir hann hafa verið einbeitt- an og kunnað vel til verka á töku- stað. „Baltasar var mjög fagmann- legur í sinni vinnu og lagði mikla áherslu á persónusköpunina. Þar liggur oft munurinn milli banda- rískra og evrópskra leikstjóra. Það er miklu meiri áhersla á hið per- sónulega, sem er mjög gott,“ segir Kruger og bætir við að það hafi verið góð stemming á tökustað og mikill hugur í fólki að gera þetta vel. Hollywood er draumaheimur Kruger á íbúð í París en þar hóf hún fyrirsætuferil sinn eftir að ballerínudraumurinn brást vegna meiðsla. Hún er altalandi á frönsku og hefur einnig haslað sér völl í franska kvikmyndageir- anum. Hún á líka hús í Los Angel- es og segist njóta þess að flakka á milli heimsálfa enda séu það ólíkir menningarheimar. „Ég eyði miklum tíma í París og ég elska að komast til Evrópu. Hollywood er hálfgerð drauma- borg. Alltaf gott veður og flott umhverfi. Þess konar fullkomnun er ekki alltaf holl og gott að kom- ast til Parísar og hverfa inn í raun- veruleikann þar,“ segir Kruger og viðurkennir að hún finni mikið fyrir æsku-og útlitsdýrkuninni sem tíðkast í kvikmyndaheimin- um. „Ég er mjög heppin að geta tekið mér pásu frá þessum heimi inn á milli og unnið í Evrópu. Þar er ekki sama pressa og meiri áhersla lögð á að leika vel en að líta vel út. Þannig nýt ég þeirra forréttinda og fæ það besta frá báðum heimum.“ Kruger er gjarna talin með tískufyrirmyndum í Hollywood og hefur hún meðal annars verið and- lit Calvins Klein og snyrtivöru- framleiðandans L´Oréal. Hún er einnig góð vinkona yfirhönnuðar Chanel-tískuhússins, Karls Lager- feld, en vill sem minnst um þann vinskap tala. „Ég get ekki sagt að ég sé þræll tískunnar en mér finnst fatnaður vera góður tján- ingarmáti. Það er gaman að klæð- ast flottum fötum en ég elti ekki alla tískustrauma,“ segir Kruger en hún hefur lagt fyrirsætuferil- inn á hilluna og saknar þess ekk- ert „Það er samt svo skrýtið að leikkonustarfinu fylgja eiginlega fleiri myndatökur. Mér líður vel fyrir framan linsuna, það er nokk- uð ljóst og ætla mér að vera þar eins lengi og ég get,“ segir Kruger áður en hún kveður. ÁNÆGÐ MEÐ INHALE Þýska leikkonan Diane Kruger heillaðist strax af handriti myndarinnar og segir leikstjórann Baltasar Kormák fagmannlegan. NORDICPHOTOS/GETTY Heillaðist af handritinu Hún skaust upp á stjörnuhimininn sem Helena fagra í Hollywood- myndinni Troy og lék tálkvendið í Inglourious Basterds. Fegurðardísin Diane Kruger fer með annað aðallhlutverkanna í Inhale, kvikmynd Baltasars Kormáks sem frumsýnd var hér á landi í gær. Álfrún Páls- dóttir talaði við leikkonuna um samvinnuna við Baltasar, fyrstu kynn- in af Íslandi og draumaborgina Hollywood. Baltasar Kormákur, leikstjóri Inhale, ber Diane Kruger og þeirra samstarfi vel sög- una. „Við náðum mjög vel saman á fyrsta fundi og mér leist strax vel á hana,“ segir Baltasar. „Hún sýndi myndinni áhuga um leið og við höfð- um samband,“ segir Baltasar og segir Kruger vera mikinn vinnuhest og enga dívu, þrátt fyrir að hafa náð langt í Holly- wood. „Nei, hún er engin díva en auð- vitað gerir hún kröfur um að hlutirn- ir séu í lagi. Það eru engir stælar í henni og hún er líka skemmti- legur húmoristi,“ segir Baltas- ar og bætir við að hann hafi trú á því að Kruger eigi eftir að ná langt í bransanum og kallar hana þýskt kameljón. „Hún er mikill atvinnumaður og gerir hlutina af alvöru. Algjör proffi.“ ■ LEIKSTJÓRINN Hún er algjör proffi. Baltasar var mjög fagmannleg- ur í sinni vinnu og lagði mikla áherslu á persónusköpunina. Þar liggur oft munurinn milli banda- rískra og evrópskra leikstjóra. Félagsfundur Skotvís Félagsfundur Skotvís verður haldinn í Gerðubergi þriðjudaginn 26. október 2010 kl. 20:00. Dagskrá: Sagt frá baráttu félagsins varðandi takmark- anir á veiðum og umferð í Vatnajökulsþjóð- garði. Níels Árni Lund, varaformaður Skotvís. Hvað segja veiðiskýrslurnar okkur um rjúpna- veiðar landsmanna. Steinar Rafn Beck, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Kynning á ýmsum varningi fyrir rjúpnaveiði- menn. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. www.skotvis.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.