Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 40

Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 40
 23. OKTÓBER 2010 LAUGARDAGUR2 ● kvennafrídagurinn Hluti af félagskonum í Skottunum með Bryndísi í fararbroddi. Félagið hefur undanfarið ár staðið fyrir uppákomum af ýmsum toga til að vekja athygli á kvennafrídeginum, sem ber upp á sunnudag en verður haldinn á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skotturnar hafa unnið hörð- um höndum að undirbúningi kvennafrídagsins sem verður haldinn á mánudag. Fyrir rúmu ári voru konur úr hinum ýmsu samtökum kvenna kallaðar saman til að undirbúa kvennafrídaginn og minnast ým- issa tímamóta í kvennabaráttunni. Samþykkt var að félagið fengi nafn- ið Skotturnar, sem vísar í að konur gengu með skotthúfur. Eins eru skottur kvendraugar úr þjóðsögum, sem voru baráttuglaðir og erfitt að kveða niður. Skotturnar hafa fund- að stíft síðan og er stemning og ein- hugur innan samtakanna. „Það er gaman að sjá hvernig þetta er allt saman að smella, en um leið er ótrúlegt að við séum komnar á endastöð,“ segir Bryndís Bjarnar- son, verkefnastýra kvennafrídags- ins, sem hefur unnið hörðum hönd- um að undirbúningi kvennafrídags- ins sem verður haldinn á mánudag, 25. október. „Strax í upphafi var ákveðið að beina sjónum að kynferðisofbeldi og fá almenning og ráðamenn til að taka ábyrgð á þessum ljóta bletti sem er á íslensku samfélagi. Dag- urinn er einnig tileinkaður launa- mun kynjanna því konur munu ganga út klukkan 14.25 og minna á að þær hafa eingöngu 65 prósent af heildaratvinnutekjum karla,“ segir Bryndís og getur þess að innan Skottanna sé enginn ágreiningur um mikilvægi þessara mála. Að hennar sögn standa Skott- urnar einnig fyrir landssöfnun og er nú verið að selja kynjagleraugu sem eiga að minna á að bæði kynin eiga að taka ábyrgð á kynferðisof- beldi. „Merkið var selt um síðustu helgi í helstu verslunum landsins. Við hvetjum sem flesta til að kaupa sér merki því markmið söfnunar- innar er að breyta Stígamótum í sólahringsmiðstöð. Auk bættrar ráðgjafarþjónustu verður opnað at- hvarf fyrir konur sem vilja brjót- ast úr vændi og mansali. Jafnframt verður verkefnið Stígamót á staðinn endurvakið utan höfuðborgarsvæð- isins. Kynjagleraugun verða seld í göngunni á kvennafrídaginn.“ Bryndís segir einnig verið að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um kynferðisofbeldi á kvennafrídaginn sjálfan 24. október sem ber upp á sunnudag. „Við fáum erlenda fyrir- lesara í sérflokki í þeim málaflokki frá öllum heimsálfum. Aðgangseyr- ir er greiddur niður og kostar ein- ungis 3.000 krónur á ráðstefnuna.“ Hápunkt verkefnisins segir hún vera 25. október klukkan 14.25, en kvennafrídagurinn hafi verið flutt- ur yfir á þann dag til að konur geti lagt niður störf. „Reiknað var út að konur væru búnar að skila sínu vinnuframlagi á þeim tíma, því þær eru eingöngu með 65 prósent af launum karla.“ KRÖFUGANGAN VERÐUR EIN STÓR MENNINGARVEISLA Konur munu safnast saman á Hall- grímskirkjutorgi þar sem listakon- ur byrja að hita upp og þær verða á hverju götuhorni og í göngunni með alls konar uppákomur. „Við höfum einnig verið að hita upp með lista- konum í langan tíma, þær voru með okkur á Menningarnótt í tjaldi þar sem þær voru með uppákomu allan daginn. Núna standa yfir viðburðir á Kjarvalsstöðum í hádeginu fram að 25. október. Ég hvet allar konur til að taka þátt í þessum sögulega stórviðburði og sýna áfram sam- stöðu íslenskra kvenna,“ segir Bryndís að lokum. Stemning í Skottunum Fundur með fulltrúum kvenna- samtaka var haldinn 11. septemb- er 1975 til að ræða aðgerðir 24. október. Fundurinn stóð lengi kvölds og þarna kom meðal annars fram það sjónarmið að óheppilegt væri að kalla aðgerðina verkfall því sam- kvæmt vinnulöggjöfinni geta að- eins verkalýðsfélög boðað til verk- falls og þá undir ákveðnum skil- yrðum. Fólki væri auðvitað frjálst að ganga út af sínum vinnustað, en yrði þá að vera viðbúið afleiðing- unum, jafnvel hugsanlegum vinnu- missi í kjölfarið. Tækju konur sér hins vegar frí frá störfum einn dag eða dagspart væri ekkert við því að segja. Sumir hræðast verkföll og líkar ekki slík aðgerð. Ef allar konur áttu að geta samsamað sig kvennaverkfalli yrði að fara hægt í sakirnar svo enginn fældist frá. Kvennafrí var því aðgerðin köll- uð þaðan í frá, en lengi eimdi eftir af þessum umræðum og þær hafa skotið upp kollinum öðru hvoru síðan. Hvers vegna frí en ekki verkfall? Útgefandi: Skotturnar | Heimilisfang: Hverfisgata 115, 105 Reykjavík | Vef- síða: www.kvennafri.is | Netfang: skotturnar2010@gmail.com Ritstjóri: Guðrún Jónsdóttir Ábyrgðarmaður: Bryndís Bjarnason Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson. Sími 512 5471 ● 1975 Um 20-25 þúsund manns söfnuðust saman á Lækjartorgi í Reykjavík rétt fyrir kl. 14 föstudaginn 24. október 1975. Manngrúinn var að uppistöðu til konur sem höfðu staðið upp frá pottum og pönnum eða gengið út af vinnustöðum sínum til þess skipa sér undir spjöld og borða með áletrunum á borð við: „Sömu laun fyrir sömu vinnu“, „24. okt- óber er dagur baráttu en ekki hátíð“, „Frjálsar fóstureyðingar“ og „Konur, skríðið upp úr pottunum“. Sömu sögu var að segja af ýmsum byggðum utan höfuðborgarsvæðisins. Talið var að um 90% íslenskra kvenna hafi tekið sér frí frá störfum eftir hádegi þennan dag. ● LJÓSMYNDASAMKEPPNI Á KVENNAFRÍDAGINN Opinn samstarfsvettvangur kvenna, Skotturnar, blæs til ljósmyndasamkeppni á kvennafrídaginn 2010. Ljósmyndinni ber að fanga andrúmsloft fjölda- samstöðunnar í miðbæ Reykjavíkur eða á öðrum mótmælafundum um land allt hinn 25. október 2010. Veitt verða verð- laun fyrir þrjár bestu myndirnar sem sérstök dóm- nefnd mun velja úr aðsendum ljósmynd- um. Skilafrestur er til þriðjudagsins 1. nóvember klukkan 17. Ljósmyndirn- ar skulu sendar rafrænt á skotturn- ar2010@gmail.com ásamt fullu nafni ljósmyndarans, heimilisfangi og símanúmeri. Fari stærð ljós- myndarinnar yfir 10 mega- bæt ber að skila henni á geisladiski eða tölvukubbi til Stígamóta, Hverfisgötu 115, 101 Reykjavík. Á kvennafrídaginn leggja konur niður störf meðal annars til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.