Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 44

Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 44
 23. október 2010 LAUG-2 til æviloka,“ segir Eyja af stað- festu og bætir við hlæjandi að öll sextán árin hafi þau Óðinn verið undir pressu um að gifta sig. „Ástvinir okkar voru orðnir langeygir eftir brúðkaupi, og ég á yngri systur sem nú eru komnar á þrítugsaldur en ég lofaði þeim að verða brúðarmeyjar þegar þær voru tíu ára. Nú taka dætur okkar tvær að sér hlutverk brúð- armeyja, en pressan hefur líka verið mikil frá þeim og þær haft ósvikinn áhuga á að mamma og pabbi yrðu hjón,“ segir Eyja um dæturnar Valdísi Mist tólf ára og Heiðrúnu Jónu fimm ára. „Þær eru virkilega spenntar og halda því fram að við séum öll að fara að giftast,“ segir hún og hlær yfir einlægu sakleysi dætra sinna. Eyja er umhverfisfræðingur og starfar að umhverfismálum hjá Reykjavíkurborg en Óðinn er flugvirki. „Mér líður alveg svakalega vel og hlakka óskaplega til að verða gift kona,“ segir hún hlátur- mild og hamingjusöm á einum stærsta degi lífs síns. „Því er ekki minnsta hætta á að ég hlaup- ist á brott frá altarinu því við Óðinn erum búin að vera ákveðin í þessu árum saman,“ segir Eyja, sem klæðast mun undurfögrum kjól þegar hún innsiglar hjóna- bandið með kossi í dag. „Ég mun ekki klæðast hefð- bundnu brúðarskarti, en verð í látlausum brúðarkjól. Við Óðinn erum bæði miklir náttúruunn- endur og ferðumst mikið á fjöll bæði sumur og vetur. Því fannst okkur mikilvægt að giftast í rómantískri umgjörð náttúrunn- ar. Okkur þótti það líka ákveðin leið til að komast úr hefðbundn- um kröfum til brúðkaupa í dag, því þar er efnishyggjan orðin mikil. Ef maður setur þetta í svona stíl öðlast maður aðra sýn og setur allt í annað samhengi,“ segir Eyja, sem ásamt Óðni hefur stefnt áttatíu brúðkaupsgestum í Þórsmörkina í kvöld, en þar ætlar stærstur hlutinn að gista. „Í Básum er engin brúðarsvíta svo við njótum ekki hefðbundinn- ar brúðkaupsnætur heldur ákváð- um að vera bara á meðal fólks- ins. Við förum svo í sumarbústað eftir helgina og njótum þá hveiti- brauðsdaga í friðsælli náttúrunni. Veislan verður því heilagt ullar- peysupartí sem lýkur með stað- góðum morgunverði.“ thordis@frettabladid.is Eftir 16 sykursæt ár, 2 börn, 15 heimili og 7 gullfiska hafa þau Eyja og Óðinn ákveðið að ganga í það heilaga. Í brúðkaupsveislunni í Þórsmörk ætla þau að bjóða upp á grillað fjallalamb, dýrindis brúðkaupstertu, hnallþóru-rjómatertur og fleira gómsætt. Ægir Ólafsson hefur útsýni í vinn- unni sem er engu öðru líkt en hann starfar sem kranastjóri við bygg- inguna á tónlistarhúsinu Hörpu. Hann hefur áhuga á ljósmyndun og tekur myndir úr krananum í allt að 70 metra hæð. „Ég hef tekið mynd- ir af tónlistarhúsinu á ýmsum byggingarstigum frá sjónarhorni sem fæstir hafa,“ segir Ægir. Ein mynda hans varð að frétta- ljósmynd og í kjölfarið höfðu lista- konurnar Anna Hallin og Ósk Vil- hjálmsdóttir samband við hann og fengu leyfi til að búa til kross- saumsmynd eftir myndinni. Þær opnuðu sýninguna SPOR í Lista- safni ASÍ í byrjun mánaðarins þar sem þær bjóða fólki að sauma sitt spor í myndina. „Þær buðu mér að vera gestur á sýningunni og hvöttu mig til að sýna fleiri myndir,“ segir Ægir en áhuginn á myndun- um hefur komið honum skemmti- lega á óvart. Hann býst við því að hann muni halda áfram að mynda tónlistarhúsið þar til byggingu þess lýkur en veit ekki hvort sýn- ingarnar verði fleiri. Sýningunni lýkur á sunnudag. vera@frettabladid.is Einstakt útsýni yfir Hörpu Sýningu á ljósmyndum kranastjórans og áhugaljósmyndarans Ægis Ólafssonar lýkur um helgina en þær eru teknar úr sjötíu metra hæð og sýna tónlistarhúsið Hörpu á ýmsum byggingarstigum í sjaldséðu ljósi. Eftir þessari ljósmynd hafa listakonurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir búið til krosssaumsmynd sem gestum á sýningunni SPOR er boðið að sauma spor sitt í. MYND/ÆGIR ÓLAFSSON Ægir segir áhuga fólks á ljósmyndum hans hafa komið sér skemmtilega á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af forsíðu Ó, land mitt land er yfirskrift málþings í Listasafni Íslands sem hefst í dag klukkan 11, þar sem áhugafólk, myndlistar- og fræðimenn munu ræðu fagurfræðilegt gildi náttúrunnar, nátt- úruvernd, nýtingu náttúruauðlinda og pólitísk áhrif myndlistar í tengslum við sýningar á verk- um Ólafs Elíassonar og Péturs Thomsen. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.