Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 68

Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 68
6 matur Ég lærði að elda úti á Ítalíu,“ segir Magnús. „Fór þangað 1979 og var þar í þrjú ár. Á Ítalíu kemstu ekki hjá því að fá áhuga á eldamennsku. Ítalir tala um mat eins og norrænar þjóðir tala um veðrið. Maður fer að tala um mat við fólk sem maður þekk- ir ekki neitt. Það er hreinlega ekki hægt að búa á Ítalíu án þess að heillast af matargerðinni.“ Spurður hvort neyðin hafi ýtt honum út í eldamennskuna segir Magnús að kannski megi segja það. „Þáverandi konan mín vann mikið, fór að heiman snemma á morgnana og kom ekki heim fyrr en seint á kvöldin, þannig að eig- inlega neyddist ég til að taka það hlutverk að mér. Ég gat hreinlega ekki, þrátt fyrir alla karlrembu og fortíð, ætlast til þess að hún kæmi heim seint á kvöldin og færi að elda handa mér.“ Magnús segist enn halda sig mest við ítalska matargerð en hann sé einnig hrifinn af asískri matargerð. „Ég ferðaðist töluvert um Asíu eftir að ég bjó á Ítalíu og hreifst af matargerð þar. Einkum í Taílandi og Malasíu.“ Hann segir börnin sín kunna vel að meta mat- argerð föðurins. „Dætur mínar eru aldar upp við þetta frá blautu barnsbeini og kippa sér ekkert upp við hvítlauk og karrí, finnst það bara gott.“ Magnús segir það mikla fötlun að kunna ekki að elda. „Þetta er nokkuð sem hver maður ætti að leggja stund á. Það er bara skortur á menntun að kunna ekki að elda, því þetta er þroskandi iðja.“ - fsb Þroskandi að elda Kippa sér ekkert upp við hvítlauk og karrí. Magnús með börnum sínum, Ara, Ragnhildi Ingu og Helgu Sóleyju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEF- ½ kíló lambakjöt, súpukjöt eða hvaða hluti af lambinu sem vill. 1 laukur ½ hvítlaukur ½ eggaldin Nokkrir sveppir 1 paprika, eða bara það grænmeti sem til er á heim- ilinu. 2 dósir maukaðir niðursoðn- ir ítalskir tómatar. 1 grænmetisteningur frá Yggdrasil Skvetta af rjóma Skvetta af rauð- eða hvítvíni Kjötið fituhreinsað og steikt með beini í ólívuolíu á pönnu. Á meðan það steikist er grænmetið skorið gróft. Þegar kjötið er steikt er það tekið af pönnunni og grænmetið steikt í fitunni af kjötinu. Meðan það brasast er kjötið skorið af beini og sett út í á pönnuna. Tveim dósum af maukuðum niður- soðnum tómötum, verða að vera ítalskir, er hellt út á og látið malla. Kryddað með karríi, salti og pipar, rjóma og víni hellt út í, ef það er til, og látið malla í korter. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum og hvítlauksbrauð haft með. POTTRÉTTUR PABBA Fyrir fjóra Magnús R. Einarsson, útvarps- og tónlistarmaður, nýtur þess að elda og segir hverjum manni nauðsyn að kunna það. A Hráfæði, mataragerð og fræðsla 6 stundir daglega í 5 daga Það hollasta í dag! Næring, ofurfæði, fæðusamsetning og margt fleira tengt MAT og HEILSU Solla súpergræna ásamt Lilju og Gitte frá Heilsumeistaraskólanum sjá um kennsluna. Upplýsingar og skráning: hrafaediskolinn@gmail.com s. 861-3174 Hráfæðisskólinn 8. - 14. nóvember
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.