Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 74

Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 74
 23. október 2010 LAUGARDAGUR38 timamot@frettabladid.is MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR rithöfundur (1899-1983) fæddist þennan dag. „Það eru sífellt að gerast undur og stórmerki í þessari veraldarvél.“ Tveir íslenskir friðargæsluliðar í miðborg Kabúl í Afganistan særðust í sprenguárás þennan mánaðardag árið 2004. Sá þriðji slapp með skrámur. Fjórum handsprengum virtist vera hent til Íslendinganna þriggja af manni sem í leiðinni framdi sjálfsmorðsárás. Þar af sprungu þrjár af sprengjunum. Allt gerðist mjög hratt. Tveir mannanna fengu sprengjubrot í útlimi og voru fluttir á þýskt hersjúkrahús í úthverfi Kabúl. Þetta var fyrsta sjálfsmorðsárásin frá því í byrjun ársins 2004. Talið var að henni hafi ekki verið beint að Íslend- ingunum sjálfum heldur hafi hún verið gerð til að koma höggi á friðargæslulið NATO sem heild. ÞETTA GERÐIST: 23. OKTÓBER 2004 Íslendingar særðust í árás í Kabúl Heimildarmynd um kosningabaráttu, kjör og embættistöku Vigdísar Finn- bogadóttur forseta árið 1980 verður sýnd í sjónvarpinu annað kvöld, á frí- degi íslenskra kvenna. Hún ber heit- ið Vigdís, fífldjarfa framboðið. Guð- finnur Sigurvinsson, fréttamaður á Sjónvarpinu, sá um gerð myndarinnar ásamt Ragnari Santos. Guðfinnur lýsir vinnuferlinu svo: „Þetta byrjaði í sumar þegar 30 ár voru liðin frá kjöri Vigdísar. Ég var á síðdegisútvarpinu og vantaði hljóðbúta. Í safnadeildinni áttaði ég mig á að til var hellingur af gömlum myndskeið- um um það efni og sagði við Sigrúnu Stefánsdóttur dagksrárstjóra að mér fyndist alger synd að láta þessar perl- ur rykfalla inni á safnadeild. Hún tók strax vel í að taka þau saman í tilefni af þessum tímamótum. Við ákváðum að gera úr þeim mynd, fá Vigdísi sjálfa sem sögumann og frumsýna á kvenna- frídaginn. Myndin er gjöf til íslenskra kvenna.“ Herrarnir þrír sem sóttust eftir for- setaembættinu um leið og Vigdís eru aukapersónur í myndinni að sögn Guð- finns en Vigdís er í forgrunni. „Myndin er ekki ítarleg sagnfræðiskýring held- ur er bara snert á nokkrum flötum,“ útskýrir hann. „Hún snýst um þann sögulega atburð sem gerist hér 1980 þegar kona býður sig fram til forseta í fyrsta sinn og sigrar. Það var stórt skref í jafnréttisbaráttunni.“ Viðtölin við Vigdísi voru tekin heima hjá henni, að sögn Guðfinns, og Ástríð- ur dóttir hennar segir þar líka frá upp- lifun sinni á því að mamma hennar var allt í einu komin orðin aðalstjarnan. Guðfinnur nefnir líka merkilegt efni frá norrænu sjónvarpsstöðvunum sem aldrei hefur komið fyrir augu almenn- ings áður. „Þar er meðal annars flott viðtal við Kristján Eldjárn forseta. Þegar hann er spurður hvort Vigdís ætti að taka við af honum svarar hann á þá leið að hún ætti ekkert að gera það en hún gæti gert það. Þetta var í raun stór yfirlýsing því á þessum tíma var útbreidd skoðun að á Bessastöðum ættu að vera hjón. Menn sögðu umbúðalaust að það gengi ekki upp að þar væri ein- hleyp kona með barn. Ég held það sé hollt fyrir alla að sjá hversu langt við erum komin frá þessum tíma en vona samt að fólk fari ekki að dæma öll þau viðhorf sem þarna koma fram. Þau eru bara hluti af því samfélagi sem var og þurfa að skoðast í því ljósi.“ Spurð- ur hvort hann hefði fengið að gera þessa mynd ef karlmaður hefði stýrt innlendri dagskrárgerð í sjónvarp- inu svarar Guðfinnur íhugull: „Það er nú það. Jú, ég hugsa að þessi viðburð- ur höfði jafnt til karla og kvenna – en maður veit aldrei.“ Guðfinnur segir mikla vinnu liggja að baki myndinni. „Efnið lá svo víða. Við Ragnar erum búnir að reyna á þolrif starfsfólks safnsins okkar en þetta var eins og að vera í fjársjóðsleit því oft fann maður dýrgripi sem eng- inn vissi af.“ Hann kveðst sáttur við afraksturinn og vonar að svo verði um fleiri. „Það kom mér á óvart að svona mynd skyldi ekki vera til,“ segir hann. „Þetta er mögnuð saga með mörgum sterkum augnablikum.“ gun@frettabladid.is SJÓNVARPIÐ: SÝNIR HEIMILDARMYND Á MORGUN UM FORSETAKJÖR VIGDÍSAR Gjöf til íslenskra kvenna GUÐFINNUR OG ÁSTRÍÐUR HEIMA HJÁ VIGDÍSI „Þetta er mögnuð saga með mörgum sterkum augnablikum,“ segir Guðfinnur um myndina Vigdís, fífldjarfa framboðið. MYND/DAVÍÐ JÓN ÖGMUNDSSON RÚV Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Huldu Snorradóttur frá Dagverðartungu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlíðar fyrir góða umönnun, ljúft viðmót og hlýju. Gylfi Pálsson Rósa María Björnsdóttir Ragna Pálsdóttir Ævar Ragnarsson Gísli A. Pálsson Stefanía Þorsteinsdóttir Snjólaug Pálsdóttir Þorsteinn Sigurðsson Snorri Þ. Pálsson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Herborg Guðmundsdóttir Hátúni 4, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 18. þ.m. Útförin verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. október kl. 13.00. Jónína Herborg Jónsdóttir Jón Herbert Jónsson Inger Jónsson Ingibjörg Sigurðardóttir Guðjón Sigurðsson Elínborg Sigurðardóttir Axel F. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, sonur og tengdasonur, Guðlaugur Kristinn Karlsson múrari, Ofanleiti 19, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi fimmtudaginn 21. október 2010. Elísabet Sigvaldadóttir Bryndís Guðlaugsdóttir Andri Ægisson Sigurdís Guðlaugsdóttir Camas Umit Camas Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir Ingibjörg Halldórsdóttir og barnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Hólmfríður Sigfúsdóttir andaðist aðfaranótt 16. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 30. október kl. 14.00. Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir Hólmfríður Bjartmarsdóttir Sigurður Ólafsson Guðmundur Bjartmarsson Hlaðgerður Bjartmarsdóttir Egill Þórir Einarsson Sigfús Bjartmarsson Lóa Pind Aldísardóttir barnabörn og barnabarnabörn Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Hjartans þakkir eru færðar öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför Páls Stefánssonar framreiðslumanns, Asparfelli 6, Reykjavík. Nataly Stefánsson Tatiana Helgason Haukur Helgason Amalía Stefánsdóttir Leif Bryde Guðný Stefánsdóttir Hafsteinn Stefánsson Sigrún Óla og frændsystkini. Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka Margrét Hauksdóttir Barónsstíg 63, sem lést laugardaginn 16. október, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 26. október kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Málfríður Steinsdóttir Haukur Bergsteinsson Ragna Guðvarðardóttir Agnes Hauksdóttir Þórir Borg Bryndís Steinunn Sara, Haukur og Jóhannes.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.