Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 80

Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 80
44 23. október 2010 LAUGARDAGUR Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upplestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Hver er uppáhaldsmatur- inn þinn? Fiskibollur í bleikri sósu. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Það eru eiginlega allir regnbog- ans litir, gult og blátt og rautt. Hvað ertu eiginlega gamall? Ég er átta ára. Af hverju sést aldrei framan í mömmu þína? Hún er allt of stór. Hvað er mesta skammarstrik- ið sem þú hefur gert? Þau eru nú nokkur sem ég hef fengið skammir í hattinn fyrir. En það nýlegasta var þegar ég bað Villa um að klippa mig. Það var ekki vinsælt á mínu heimili. Hvert er átrúnaðargoð- ið þitt? Úff, þetta er erf- itt. En ég hef voða gaman af teiknimyndahetjum eins og Batman. Hvor er betri, Batman eða Súperman? Súperman er svona aðeins betri. Eruð þið Villi í alvörunni vinir? Já, við erum nefnilega í alvörunni vinir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að vera eitthvað sem krefst þess að vera í bún- ingi. Strætó- bílstóri, flugmað- ur eða slökkviliðsgæi. Einkennisbún- ingar eru svo töff. Við hvað ertu hræddur? Ég er eiginlega ekki hræddur við neitt. Ekki einu sinni köngulær? Nei alls ekki, ég safnaði þeim einu sinni. Ég er mikið fyrir smá- dýr. En kannski yrði ég hrædd- ur við stór dýr sem eru ekki til á Íslandi, eins og krókódíla. Ferðu einhvern tímann að grenja? Já, stundum. Ef ég meiði mig mikið þá fer ég að grenja. Stundum líka ef mamma er mjög reið, þá er oft ágætis leið að fara að grenja. Þá róast hún líka oft niður. Hvenær ertu glaðastur? Þegar ég er að gera eitthvað mjög skemmtilegt. Eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi eins og að búa til þriggja hæða sam- loku, eða þegar ég er með vinum mínum. Finnst þér gaman að vera fínt klæddur? Nei ekkert sér- staklega. Ég er búinn að vera í mörg ár í ullarvesti yfir skyrtunni á jólunum sem er mjög óþægilegt. En ég er búinn að komast að samkomu- lagi við mömmu um að sleppa því þessi jólin. Hvort er skemmtilegra jólin eða páskarnir? Jólin eru skemmti- legri, það eru náttúrulega ekki til neinir páska- sveinar. krakkar@frettabladid.is LITABOK.IS er skemmtileg vefsíða. Þar er hægt að finna myndir af alls konar teikni- myndapersónum eins og Bubba byggi og kartöfluhaus sem hægt er að prenta út og lita. EKKI HRÆDDUR VIÐ NEITT NEMA KRÓKÓDÍLA ■ Í ávaxtakörfunni mátti heyra eftirfarandi samtal: Bananinn: Hey! Af hverju er svona dimmt hérna inni? Eplið: Peran fór. ■ Mamma: Af hverju setur þú bangsann þinn inn í frysti? Halli: Af því mig langar í ísbjörn. ■ Ég var að frétta að maðurinn þinn missti málið í sex vikur. Nú? Hann sagði mér ekkert frá því. ■ Hvernig stendur á því að í dag kostar kötturinn 5.000 krónur? Hann kostaði ekki nema 3.000 í gær? Í millitíðinni gleypti hann páfagauk sem kostaði 2.000 krónur. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Hvað skyldi Sveppi ætla að verða þegar hann verður stór og hvert er helsta átrún- aðargoðið hans? Fréttablaðið hitti Sveppa og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Horn á höfði Niðurstaða: Sprenghlægilegt og spennandi leikrit HITT OG ÞETTA Einar Steinn Kristjánsson LEIKHÚS LEIKRITIÐ PRUMPUHÓLLINN verður sýnt í Gerðubergi í dag klukkan tvö. Leikritið er fyrir tveggja til tíu ára krakka. MYNDIR EFTIR SIGRÚNU ELDJÁRN verða til sýnis á Torgi Þjóðminjasafns Íslands í dag klukkan þrjú. Hún og Þórarinn Eldjárn lesa svo upp úr bókum sínum. SÓLA SÖGUKONA segir sögu sína í bókasafninu í Gerðubergi á morgun klukkan tvö. NÝ ÍSLENSK ÓPERA verður sýnd í Iðnó í dag, á morgun og mánudag klukkan 20. Flytjend- ur eru nemendur í Tónlist- arskólanum í Reykja- vík. Jólin eru skemmtilegri, það eru náttúrulega ekki til neinir páska- sveinar. „Þetta var fyndið og spennandi leik- rit um strák sem vaknar einn daginn með horn á höfðinu,“ segir Einar Steinn um barna- sýningu ársins 2010, Horn á höfði. „Ég gleymi mér í leikhús- um og pæli ekki hvort aðrir skemmti sér jafn vel og ég, en tók eftir að Villi vinur Sveppa var í salnum og Skrýtla. Þau voru með sína krakka og hlógu öll,“ segir Einar Steinn, sem heldur mest upp á Óliver Twist af leikritunum sem hann hefur séð. „Ég var hrifnastur af Dýrunum í Hálsaskógi þegar ég var lítill og aldrei hræddur við Mikka ref. Pabbi saumaði á mig búning úr refa- efni. Ég var líka hrifinn af Emil í Kattholti og pabbi tálgaði handa mér trébyssu eins og Emil á. Hann er alltaf góður við mig. Þess vegna er leiðinlegt að hann hafi aldrei tíma frá vinnunni til að fara með okkur mömmu í leikhús,“ segir Einar Steinn, sem mælir með Hornum á höfði fyrir krakka frá fjögurra upp í fjórtán ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.