Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 3

Morgunn - 01.12.1942, Page 3
MO RG UNN 129 Látnir vinir sanna nærveru sína. Kaflar úr erindi sem flutt var í S.R.F.I. 3. des. 1942. Eftir Isleif Jónsson. Það sem ég ætla að segja ykkur í kvöld, góð félags- systkini, hefi ég nefnt: „Látnir vinir sanna nærveru sína“. Þetta eru ekki neinar stórmerkar frásagnir, þær eru ákaflega blátt áfram, og sumum finnst ef til vill, að ekki hafi svarað kostnaði að færa þær í letur eða eyða tíma í að segja frá þeim og hlusta á þær. En fyrir mér eru smáatriðin oft merkilegust, atriðin, sem oft eru gleymd um leið og þau gerast, og sem oft þarf mikið að hafa fyrir til þess að geta munað þau eða rifjað þau upp. Þau atvik sanna oftast bezt, hve góð tök vinir okkar hafa oft og tíðum á því að muna at- burði eða lesa upp liðna æfi okkar. Það er ekki stórt atvik eða stórviðburður þó að bolli brotni, venju-* legur bolli. En ég man ætíð hversu kona ein hér í bænum varð hrifin, er lítil dóttir hennar, sem var að tala við hana frá hinum heiminum, sagði: „Já, en mamma, ég ætlaði alls ekki að brjóta bollann í gær, ég kom aðeins við hann um leið og konan rétti þér hann“. Daginn áður hafði hún, þ. e. konan, verið hjá vinkonu sinni og verið að drekka kaffi. Vinkonan, er að rétta henni kaffibolla, en missir hann allt í einu á gólfið og hann brotnar, og segir um leið: „Mér fannst alveg kippt í bollann úr hendi mér“. Þetta litla atvik sýndi móðurinni hve vel litla dóttir hennar fylgdist með henni, og vissi ég að það var henni óendanlega mikil ánægja. Það eru mörg svona smáatvik, sem hafa sannfært mig einna mest um nærveru vinanna, og fært mér mestu 9

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.