Morgunn - 01.12.1942, Page 4
130
M 0 R G U N N
sannindum um, hve nálægir þeir virðast vera okkur,
annað hvort líkamlega eða þá andlega. Um það atriði,
hvort þeir sjálfir eru óralangt í burtu og þetta er að-
eins samband, sem ef til vill mætti kalla sjónvarp eða
kraftvarp á milli, um það finnst mér sjálfum skipta
svo litlu máli, á því stigi sem við stöndum á nú. Að eins
þetta skiptir máli, að mér finnst sannfæringin um fram-
hald lífsins, sannfæringin um það, að vinirnir, sem við
elskuðum hér, halda áfram að elska okkur, halda áfram
að lifa og starfa fyrir okkur, og eru þess megnugir
að hjálpa okkur oft, já, jafnvel oftar en við gerum
okkur hugmyndir um.
Sokkarnir.
Það, sem ég hér ætla að segja frá, gerðist á sam-
bandsfundi hjá frú Guðrúnu Guðmundsdóttur. Áður en
lengra er haldið í frásögninni, langar mig til þess að
skjóta inn örlítilli athugasemd. Eins og þið vitið hafði
frú G. fasta fundi hjá E. H. Kvaran og frú. Varð það
að samkomulagi meðal mín og annara aðila, að ég
mætti koma á þessa fundi við og við, án þess að gera
boð á undan mér, nema ef ég að eins léti frú Kvaran
vita svo snemma, að hún léti stól handa mér í fundar-
stofuna. Ég notaði mér þetta svo oft sem ég gat. Eins
og þeir vita, sem voru á fundum hjá frú Guðrúnu kom
hún aldrei inn í fundarherbergið fyrr en allir voru
setztir og búið að slökkva ljósið.Hún hafði því enga hug-
mynd um hverjir sátu í stofunni, nema þeir, sem hún
vissi að voru þar ætíð. Ég sat aldrei næst frú G. og ég
forðaðist ætíð, þá er svona stóð á, að láta nokkuð á
mér bera, t. d. söng ég aldrei með, svo að rödd mín
kæmi ekki upp um mig. Er mér óhætt að fullyrða, að
í hvert einasta sinn er ég kom svona á fund, var það
ætíð fyrsta verk I. K., stjórnanda frú Guðrúnar, að
ávarpa mig með nafni og bjóða mig velkominn. Mér
var sönn ánægja að þessu, fyrst og fremst vegna vinar-<