Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 9

Morgunn - 01.12.1942, Page 9
MORGUNN 135 kominn á annað tilverusvið hafði honum tekizt að sætta okkur vinina. En hann hafði í lífinu verið jafn góður vinur okkar beggja. Ég hefi oft þakkað Níelsi fyrir þessa góðvild, og vona ég að það þakklæti hafi náð til hans. Og að síðustu. Ég vona að ég mæti Þorsteini vini mínum, er ég kem yfir á næsta tilverusvið, og þá verði hann annaðhvort með sokkana undir hendinni éða í þeim, því að þá mun ég áreiðanlega kannast við hann. Ég vona að Níels verði þar með, og að hann þurfi aldrei að bera sáttarorð á milli okkar. En væri þetta rétt svona, er það ekki sönnun þess, sem ég hefi drepið á áður, að dásamlegt er til þess að vita, að vinir okkar, sem farnir eru, fylgjast með okkur og gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hjálpa okkur? Kvöldskuggarnír. Snemma á árinun 1938 fékk ég bréf frá fullorðinni konu. Hún átti heima í afskekktri sveit á Norðurlandi. Ég hafði aðeins séð þessa konu tvisvar, að öðru leyti þekkti ég hana ekkert, og ekki heldur neítt til stað- hátta þar, sem hún átti heima. Hún hafði aðeins kom- ið til mín, er hún var að heimsækja mann sinn, — sem var mjög fulloi’ðinn maður, — en hann dvaldi þá á sjúkrahúsi vegna geðbilunar eða veiklunar sálarlegs eðlis. Hún kom til þess að vita, hvort nokkuð myndi hægt að gera fyrir hann gegnum sálrænt starf, en mér fannst að það myndi ekki vera mögulegt. Aftur á móti fannst henni að gegnum samtal okkar, hefði hún fengið mik- inn styrk, en hún var ákaflega kramin yfir því, að vita mann sinn þarna og geta ekki tekið hann heim naeð sér, en það þótti ekki á neinn hátt mögulegt. Sálar- ástand hans var þannig, að það var tæplega talið verj-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.