Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 12

Morgunn - 01.12.1942, Page 12
138 MO RG UNN hans stendur við fjall, og kvöldskuggarnir koma fljótt á hann. Hinum megin við bæinn er vatn, sem hleyp- ur áfram. Ég á annars dálítið bágt með að sjá þetta, því að maðurinn er svo hræddur við að koma nálægt, hann he.ldur þá að hann komist í sama ástandið og hann var í áður en hann fór. Honum hefir verið ákaf- lega lengi illt í fætinum, og svo er eins og veikindin liafi farið úr fætinum og upp í höfuðið. Eftir það fer honum að líða ákaflega illa“. Steindór eins og snýr sér þá að B. og segir: „H. systir þín tók á móti honum og honum þótti vænt um það“. En þrátt fyrir það kannast B. ekki við hann. B. fer að tala um ýmsa menn, sem hann hafði þekkt en lýsingin á ekki við þá. Allt í einun hrópar Steindór, og snýr sér að B.: „Það er band, já, stórt band á milli bæjar hans og þíns bæj- ar, ég sé það svo vel“. Þá loksins áttar B. sig og kannast við manninn. — Bandið, sem Steindór talar um, mun vera það, að systir B. er gift einum syni þessara hjóna, sem ég hefi nú talað um. En til skýringar vil ég geta þess, að B. þekkti sama og ekkert þetta fólk, nema af umtali þessarar systur sinnar, því að ákaflega langt er á milli. B. áttaði sig því ekki, þó að S. lýsti bæði útliti mannsins, bæ hans og umhverfi, því að B. hafði aldrei komið þar. — Steindór varð þá ákaflega glaður, því að það léttir mikið sambandið, þegar kannazt er við þann, sem verið er að lýsa eða segja frá. S. heldur nú áfram, og er nú léttara yfir honum en áður: „Hann segir að það hafi verið tekið með afbrigð- um vel á móti sér. Já, dásamlega vel. Á. vinur minn“, (fullt nafn var nefnt, en því sleppt hér) „tók á móti mér og svo H systir þín, B. — Annar maður tók líka ákaflega vel á móti mér, en við höfðum mjög lengi verið ósáttir hjá ykkur. En nú er hann ekki ósáttur við mig, og ég býst við að við verðum mikið saman,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.