Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 13
MORGUNN
139
og að hann verði besti samferðarmaður minn“. Þetta
segir Steindór eins og fyrir munn mannsins.
Eftir þetta lýsir S. ýmsum einkennum hans, en þeim
sleppi ég að mestu. S. segir: „Hann hefir verið vel
hagur í höndunum. Hann er búinn að byggja bæ hér,
handa sér og mömmunni, þegar hún kemur. Á öllu þar
er ákaflega mikil prýði og snyrtimennska, svo að dá-
samlegt er á að líta. Hann hlýtur því að hafa verið
hagur og snyrtimenni".
Það er að heyra á því hvernig S. segir þetta, að hann
fái ekki nógsamlega dásamað frágang mannsins á
bænum, sem ætlaður er honum og konu hans.
Eftir þetta hverfur Steindór úr sambandinu, en í hans
stað kemur maðurinn sjálfur. Hann talar fyrst nokkuð
hratt og óskýrt, en það breytist bráðlega og er eins og
hann jafni sig. Hann talar í hálfstuðluðu máli eðá
næstum í Ijóðum, en þar sem enginn var tilbúinn að
skrifa jafnóðum niður, verður að láta nægja að segja
frá efni þess, er hann sagði.
Það kom fljótt í ljós, er hann hafði jafnað sig, að
hann var mjög ánægður með umskiftin, og að líðan
hans var ákaflega góð, að hann hafði flutzt úr kulda
og dimmu í ljós og yl, — frá stríði í frið o. s. frv. —
Það kom síðar í ljós, að í þessu á hann aðeins við erfið-
leika síðustu áranna.
í gegnum allt tal hans lýsir af ástúð og kæleika til
konu og barna og hann er alltaf að biðja um, að kona
sín yrði látin vita um það, hversu vel sér líði, og hve
ánægður hann sé. Fundarmenn sögðu, að það hefði
engu verið líkara, en að sem ljóma og ástúð legði af
hverri setningu er hann sagði. — Hann endaði með
því að biðja um, að kona sín yrði látin vita um það,
— og lagði áherzlu á, — að hún þyrfti engar áhyggjur
að bera hans vegna, og að nú skyldi hún láta birta yfir
hug sínum og horfa með gléði fram á veginn.
.,Nú á ég aðeins eitt að hugsa um og hlakka til“,