Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 14

Morgunn - 01.12.1942, Side 14
140 MORGUNN segir hann, ,,og það er að búa allt undir móttöku hjartkæru konunnar minnar“. Hvort komu hennar yrði langt eða skammt að bíða, það fannst fundarmönnum ekki skipta máli hjá honum, hann hugsaði aðeins um þetta eina, og það tók hann allan. Eftir að hann hafði með mörgum fögrum orðum þakkað fyrir móttökurnar, og beðið fyrir fundarmönn- um, hvarf hann úr sambandinu. Að fundinum loknum var svo skrifað það, sem gerzt hafði og konu hans sent það. Að hæflegum tíma liðnum fæ ég svo bréf frá A. Þá kveður við annan tón en í fyrra bréfinu, sem ég gat um áður. Yfir þessu bréfi er jafnmikil birta og gleði, sem sorg og skuggar voru yfir því fyrra. Ég má til að taka mér það Bessaleyfi að setja hér fáeina kafla úr þessu, mjög svo góða bréfi þessar- ar vinkonu minnar, sem ég þekki þó lítið. — Ef hún skyldi lesa þetta, vil ég segja þetta við hana, að það var fátt, sem gladdi mig meira en það, sem á stílmáli myndi hafa verið villur í bréfinu hennar. í fyrra parti bréfsins ávarpar hún mig með þú, svo sem þekktan vin, en einmitt þetta finnst mér birta þv,ð, að er hún skrifar bréfið, eftir að hafa lesið hitt, er hún í hrifningu, og gleymir þá ókunnugleika ávarp- inu, þér eða yður, — og þetta gladdi mig mikið. Ég vona því að það hneyksli hana ekki, þó ég láti þetta koma fram. A. skrifar þannig: „Hjartans beztu þakkir fyrir bréf- ið þitt, sem færði mér og mínum nánustu ósegjanlega hugsvölun og gleði og fögnuð. Já, meira en ég get með orðum lýst. Ég hefi það fyrir minn kvöldlestur síðan ég fékk það. Það færði mér stórum aukna vellíðan bæði andlega og líkamlega". Hún talar svo nokkuð um ýms atriði bréfsins. Þessi Á., sem hann talar um, var afabróður hans.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.