Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 14
140 MORGUNN segir hann, ,,og það er að búa allt undir móttöku hjartkæru konunnar minnar“. Hvort komu hennar yrði langt eða skammt að bíða, það fannst fundarmönnum ekki skipta máli hjá honum, hann hugsaði aðeins um þetta eina, og það tók hann allan. Eftir að hann hafði með mörgum fögrum orðum þakkað fyrir móttökurnar, og beðið fyrir fundarmönn- um, hvarf hann úr sambandinu. Að fundinum loknum var svo skrifað það, sem gerzt hafði og konu hans sent það. Að hæflegum tíma liðnum fæ ég svo bréf frá A. Þá kveður við annan tón en í fyrra bréfinu, sem ég gat um áður. Yfir þessu bréfi er jafnmikil birta og gleði, sem sorg og skuggar voru yfir því fyrra. Ég má til að taka mér það Bessaleyfi að setja hér fáeina kafla úr þessu, mjög svo góða bréfi þessar- ar vinkonu minnar, sem ég þekki þó lítið. — Ef hún skyldi lesa þetta, vil ég segja þetta við hana, að það var fátt, sem gladdi mig meira en það, sem á stílmáli myndi hafa verið villur í bréfinu hennar. í fyrra parti bréfsins ávarpar hún mig með þú, svo sem þekktan vin, en einmitt þetta finnst mér birta þv,ð, að er hún skrifar bréfið, eftir að hafa lesið hitt, er hún í hrifningu, og gleymir þá ókunnugleika ávarp- inu, þér eða yður, — og þetta gladdi mig mikið. Ég vona því að það hneyksli hana ekki, þó ég láti þetta koma fram. A. skrifar þannig: „Hjartans beztu þakkir fyrir bréf- ið þitt, sem færði mér og mínum nánustu ósegjanlega hugsvölun og gleði og fögnuð. Já, meira en ég get með orðum lýst. Ég hefi það fyrir minn kvöldlestur síðan ég fékk það. Það færði mér stórum aukna vellíðan bæði andlega og líkamlega". Hún talar svo nokkuð um ýms atriði bréfsins. Þessi Á., sem hann talar um, var afabróður hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.