Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 15

Morgunn - 01.12.1942, Side 15
MO RGUNN 141 A. skrifar svo: „Lýsing Steindórs á kvöldskuggun-, um, sem komi snemma á bæinn og vatninu, sem hleyp- ur áfram, er alveg hárrétt. Bærinn stendur undir fjalli og skuggar þess falla á bæinn og austan viS rennur mikið fljót“. „Allt sem S. segir um manninn ers vo skemmtilega rétt og samkvæmt því er ég hygg rétt vera“. „Ég endurtek það, að bréfið yðar var sannkallað- ur læknisdómur fyrir mig og syni mína, sumir þeirra hafa máslce ekki þjáðst minna en ég . . . Nú göngum við glaðari og bjartsýnni til allra verka. Nú finnst mér svo létt að vinna fyrir börnin mín, sem með mér eru. Ég bíð róleg eftir samfundunum í nýjum heimkynn- um“. Bréfið var langt, en allt gegnsýrt af þessum anda, anda bjartsýnis, anda gleði og ánægju. Aðeins örfá orð enn um þetta. Þið munuð ef til vill segja, að í tali gamla mannsins sé ekki um sannanir að ræða, og ég játa að það er alveg rétt. En ef við athugum allt saman, þá er Stendór litli búinn að sanna nærveru hans, bæði með því að lýsa honum og bæ hans, og svo með frásögnunum af hon- um sjálfum, sem allt reyndist rétt. Er þá nokkur ástæða til að ætla að það sé ekki líka rétt, er hann kemur sjálf- ur og talar. Mér finnst að stjórnendurnir hinum megin hafi raðað þessu snilldarlega, að láta Steindór undirbúa komu hans með sönnunum, — miklu fleiri en hér eru settar, — og láta hann síðan koma sjálfan. Þið munið, að S. sagði, að hann ætti svo bágt með að lýsa hjá honum fyrst, vegna þess að gamli maðurinn væri hræddur við að koma nálægt, er þá ekki nokkurn veginn víst, að ef hann, þ. e. gamli maðurinn, hefði átt að koma með það, sem færði sönnur á nærveru hans, myndi það ekki hafa gengið eins vel. En það er einmitt þetta, sem ég hefi oft dáðst að hjá stjórnendum mínum og annarra,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.