Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 21

Morgunn - 01.12.1942, Side 21
MORGUNN 147 kaupmanns, en það er annað hús frá heimili mínu í suðurátt, mæti ég ungri mjög laglegri stúlku, sem mér var vel kunnug allt frá barnæsku, hafði verið læknir á heimili föður hennar. Oft kom hún í hús mitt í erind- . um móður sinnar, er var í miklum vinsemdum við konu mína. Það var því eigi furða, þótt við heilsuðum hvort öðru á götu, og tók hún kveðju minni ávallt glað- lega og með ástúð, æskan skein úr öllum hennar hreyf- ingum og eigi síður góðvildin. Nú brá svo við, er ég heilsa henni, að hún lítur alls eigi við mér, er döpur °g eins og gremja í svipnum. ,,Jæja“ — hugsa ég með niér, „það liggur ekki vel á þér í dag“, og geng svo leiðar minnar inn í bæinn. Stúlkan var svo búin, að jhún var hattlaus, 1 grænni kápu, og með brúna eða tnórauða hanzka á höndum, en undan kápulöfum skein í drifhvítan slopp, en það var vinnuklæðnaður hennar við starf sitt. Þetta líður óðara úr hug mér, og held ég leiðar minnar. Þegar ég kem inn að húsi Páls Skúla- sonar, mæti ég Hallgrími heitnum Davíðssyni og tekst nieð okkur tal í morgunblíðunni. Meðal annars spyr hann mig að því, hvort ég hafi nokkuð um það heyrt, að stúlka hafi fundizt örend í flæðarmálinu, þar rétt fyrir neðan, þá um morguninn. Þessu neitaði ég, en spyr um leið: „Veizt þú nokkuð hver þetta mundi ver- ið hafa?“ Ekkert hafði hann um það heyrt. Þegar ég gekk fram hjá Búðargilsmynni (núv. Lækj- argötu), spurði ég, um leið og ég gekk fram hjá, hvort nokkur hefði heyrt getið um drukknun síðastliðna nótt, en það hafði enginn þessara kunningja minna. — Svo hugsa ég ekki meir um þetta, því margt verður á læknis- sefi, eigi síður en annarra manna. Rúmlega klukkan 10 er ég kominn í viðtalsstofu mína, en klukkan 11 gerist það tíðinda, að inn til mín kemur bróðir áðurnefndrar stúlku, og spyr hann mig að því, hvort ég vilji vera við líkskoðun systur sinnar í líkhúsi spítalans á hádegi. Ég spyr snöggt: „Er það eldri 10*

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.