Morgunn - 01.12.1942, Page 33
MO RG UNN
159
var framkölluð, að hún mundi sýna ermarnar kyrrar
undir böndunum, en aðra hluti jakkans færða úr stað.
Þegar búið var að framkalla plötuna, kom sannarlega
fram furðuleg mynd. Jakkaermarnar voru kyrrar á sín-
Um stað, en jakkanum var a@ öðru leyti snúið þannig,
að bakið sneri fram, jakkabakið lá framan á brjósti
miðilsins. Þetta er vitanlega með öllu óskiljanlegt með
naannlegum aðferðum. Myndin hefir verið birt opinber-
lega og skorað hefir verið á efasemdamennina, að sýna
samskonar fyrirbrigði. Það hefir þeim af skiljanlegum
ástæðum ekki þótt beinlínis árennilegt að reyna. Þetta
fyrirbrigði hefði vitanlega mátt svíkja með því móti, að
miðillinn eða aðrir samsekir hefðu haft annan jakka,
nákvæmlega af sömu gerð, til að blekkja með, en allir
þeir, sem viðstaddir voru þennan atburð, hafa gefið
drengskaparvottorð í málinu, enda í fyllsta máta hæpið
að hugsa sér, að svíkja sjálfa sig þannig í sínum eigin
rannsóknum, sinni eigin leit að sannleikanum. En að
hugsa sér, að miðillinn, með margbundnum höndum og
fótum, hafi getað gert þetta, er barnaskapur.
Hins vegar sjá sanngjarnir menn, og allir, sem nokk-
urn snefil hafa af þekkingu á sálarrannsóknunum, að
hér er að eins um eitt merkilegt dæmi þess, af mörgum,
að ræða, að til eru í alheiminum lögmál, sem hin jarð-
úesku vísindi eru undarlega sein að átta sig á, kynna sér
og rannsaka, þótt til þess kunni að liggja beinar braut-
ir. Þann veg eru sálarrannsóknirnar að varða, þann stór-
haikla skerf eru þær að leggja til aukinnar þekkingar
mannkynsins.
Framh.
Milton,
enska stórskáldið, sem m. a. orkti Paradísarmissi, sem
Jón Þorláksson á Bægisá þýddi, segir: „Milljónir af and-
iegum verum ganga ósýnilegar um jörðina, bæði meðan
vér vökum og sofum“.