Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 37

Morgunn - 01.12.1942, Side 37
MORGUNN 163 einhverja ákveðna bók og segir hvað standi á ákveðinni blaðsíðu hennar. Sé nú svo um hnútana búið, að sá, sem orðsendinguna fær og aðrir viðstaddir, geti sann-i anlega enga hugmynd haft um þetta, viti ekki að bókin sé til, hafi aldrei lesið hana o. s. frv., verður þeirri tilgátu ekki komið við, að um fjarhrif, hugsana- flutning eða huglestur hafi verið að ræða. Slíkar sannanir hafa fengizt með sálrænu fólki hér á landi. Minnist ég t. d. þess, að prófessor Haraldur Níels- son sagði mér frá slíkum, sönnunum, sem hann og Einar H. Kvaran fengu hjá íslenzkum miðli fyrir all-mörgum árum, og frá slíkri sönnun segir enski sálarrannsókna- maðurinn Alan Howgrave-Graham á þessa leið: „Sir Oliver Lodge sendi herra A. nafnlausan á fund miðilsins fræga, frú Leonard. Frúnni var því bókstaf- lega ekkert kunnugt um þennan mann. Herra A. hafði áður verið á fundi hjá öðrum miðli, og hafði einnig komið þangað ókunnugur og nafnlaus. Þar hafði hann (hr. A.) beðið um það, að faðir hans, látinn, og þeir, sem með honum væru, kæmu fram með sönnun, sem útilokaði algerlega f jarhrifatilgátuna. Honum hafði verið svarað: „Þeir ætla að reyna það“. Á fundinum hjá frú Leonard minntist hr. A. ekki einu orði á þetta og nefndi ekki einu sinni fjarhrif á nafn. En „Feda“, sem að jafnaði er stjórnandi frú Leonard, lýsir hinum látna föður hr. A., sem frú L. hafði aldrei séð, og segir, algerlega óaðspurð, að honum sé sérlega „hugleikið um einhverja sönnun“. Því næst kveðst hún hafa þessi orð nákvæmlega orðrétt eftir föðurnum: „Ég hefi verið að reyna að finna leið til að útiloka fjarhrifa- tilgátuna í þessu tilfelli". Þá; fer hún að tala fyrir munn föðurins og tekur til að lýsa einhverju ónefndu her- bergi og lýsir húsgögnunum mjög nákvæmlega. Á til- teknum vegg segir hún að séu bókahillur. — Á 27. bls. í þriðju bókinni til hægri, í annarri hillunni að ofan er einkennileg og óvenjuleg frásögn. Þeirri frá- ll*

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.