Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 44
170
MORGUNN
enga slíka tilraun hafa ætlað að gera, en skyndilega
hefði hún fundið sjálfa sig stadda hjá frú Fair. Hún
lýsti herbcrginu, sem hún hafði hitt hana í og mundi
það, að frú Fair hefði verið hrædd við eitthvað og að hún
hefði verið að reyna að hugga hana. Hún sagði, að sig
hefði furðað á því, að hún hefði hvergi fundið ungfrú
Rose, sem hún vissi að lá veik í rúmi sínu og gat ekki
farið út. Hún var sér ekki meðvitandi, að hafa aðhafst
neitt óvenjulegt, því að hún var vön að fara úr lík-
amanum (með fullri vitund) og heimsækja vini sína.
Og jafnvel hafði henni stundum tekizt, að láta þá vini,
sem hún var að heimsækja og gæddir voru skyggnigáfu,
sjá sig og þekkja á þessum furðulegu ferðum.
Dr. Beale, læknirinn okkar frá hinum heiminum, sagði
okkur síðar, að ungfrú Forest hefði verið hrifin út úr
líkama sínum, sem ungfrú Rose hefði svo tekið stjórn
á, og að hann hefði fundið, að hann var að nota hend-
ur ungfrú Rose, en ekki ungfrú Forests. Þetta getur
skýrt tilfinningar ungfrú Rose, sem áður getur, og þetta
virðist benda til þess, að um fáein augnablik hafi þær
tvær haft skipti á líkömum! Þar sem ungfrú Forest
hafði ekki sett á sig tímann, var henni ekki kleift, að
segja nákvæmlega, hvað hún var að afhafast þessi
augnablik, en annað hvort hlýtur hún að hafa verið að
Ijúka við að nudda sjúkling (en hún var nuddlæknir)
eða setið róleg í herbergi sínu að afloknu nuddinu.
Mér þótti þessi reynsla stórum furðuleg og þegar
ungfrú Rose kom nokkru síðar til þess að dvelja hjá
okkur um stund, báðum við frú Fair að taka stjórn á
henni og ákváðum dag og stund fyrir tilraunina, en við
létum ungfrú Rose sjálfa ekkert vita um þetta, með því
að við álitum að tilraunin kynni að heppnast betur ef
hún vissi ekkert hvað væri á seiði. En við vissum að
tilraunin mundi ekki vera henni á móti skapi.
Þegar réttur timi var kominn, sátum við öll í kyrrð
saman og ungfrú Rose var undir það búin að eftirláta