Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 45

Morgunn - 01.12.1942, Page 45
MORGUNN 171 Hkama sinn hverjum þeim andavinum, sem kynnu að vilja heimsækja okkur. Innan fárra augnablika sáum við að einhver var að reyna að ná stjórn á miðlinum, en það tókst ekki. Skömmu síðar tókst það betur og þá íærðist bros yfir andlit miðilsins. Því næst virtist andlit hans og hendur stirðna. Fáein orð voru töluð, og þá virtist stjórnandinn enn á ný missa tökin og hverfa burt. Tvær tilraunir voru enn gerðar og við heyrðum töluð orð, sem við töldum koma frá frú Fair. Þegar ungfrú Rose kom til sjálfrar sín sagði hún: ,,Hvað er þetta? Hver hefir þetta getað verið?“ Ég sé engan nema frú Fair, hún er að fara út, hún veifar hönd sinni og segir: ,,Mér tókst þetta, mér tókst þetta“. Undr-i un hennar var mikil þegar við sögðum henni, að við héldum, að þ etta hefði raunverulega verið frú Fair, er kom. Ég spurði hana hvort henni hefði fundizt stjórnin eins og venjulega, en hún sagði að það hefði sér ekki fundizt, því að hún hefði fundið til einhvers undarlegs stirðleika í andlitinu þegar hún var að koma aftutf í lík^ ama sinn. Síðar spurði ég frú Fair, hvað hún hefði aðhafst og hvort hún hefði sagt anda sínum (hugsanagerfi sínu, tvífara, eða hvað menn vilja kalla það) að koma í gegn nokkurri ákveðinni orðsending til okkar. Hún svaraði mér og sagðist hafa gengið til hvíldar í þeim fasta ásetningi að gera vart við sig hjá okkur og eftirlátið anda sínum að segja við okkur hvað, sem hon- um sýndist, en að um eina af orðsendingunum, sem fram komu hjá okkur hafi hún raunverulega verið að hugsa, því að innihald hennar hefði sig langað að gefa mér til kynna. En það var ósk um að hitta ákveðna konu heima hjá mér. Þegar þessi tilraun var gerð dvaldist frú Fair í fjögurra mílna fjarlægð frá heimili mínu, þar sem fundurinn var haldinn. Það, að frú Fair heppnaðist sín tilraun vakti þá ákvörðun hjá ungfrú Forest að hún skyldi reyna aftur,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.