Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 46

Morgunn - 01.12.1942, Side 46
172 MORGUNN og mér var það mikið kappsmál, að hún gerði það. Samt liðu mánuðir án þess að henni gæfist tækifæri, en loks kom hún á þeirri stundu, sem enginn af okkur bjóst við henni. Við vorum saman kominn, fámennur hópur, og einn eða tveir gestir frá ósýnilega heiminum höfðu heim- sótt okkur í gegn um ungfrú Rose. Skyndilega var breytt um stjórn á ungfrú Rose, hún rétti hendurnar í áttina til frú Fair, nefndi nafnið W. (sem hún var vön að ávarpa ungfrú Forest með), og nefndi auk þess nöfn tveggja manna, sem hún kvaðst vera stödd með á þessari stundu, Og báð frú Fair að segja mér, að sér hefði heppnazt til- raunin. Við skrifuðum henni, hvað gerzt hefði hjá okk- ur og hún svaraði okkur því, að hún hefði verið að gera tilraun með að koma í gegn hjá ungfrú Rose, hún lýsti herberginu, sem við hefðum setið saman í, og sumu af fólkinu, sem viðstatt var, en hún sagðist ekki hafa getað fundið mig, sem hún hefði þó sérstaklega ætlað að tala við, hún hefði ekki getað séð mig því að einhver annar hefði skyggt á mig. Hún var ákaflega glöð yfir að við hefðum þekkt hana. Hún var ekki viss um, að hve miklu leyti sér hefði heppnazt tilraunin og sagði að sér hefði fundizt hún vera að tala í gegn um einhvern undar- legan munn, sem hefði verið stirður og óþjáll. Fáeinum mánuðum síðar kom ungfrú Forest (sem enn var fjarlæg) aftur óvænt í gegn hjá ungfrú Rose og kom þar fram skilaboðum, sem sögðu fyrir verknað, sem okkur fannst ákaflega ólíklegt að ungfrú Forest mundi drýgja. Við lögðum satt að segja ekki mikinn trúnað á þessa orðsending, vegna þess hve innihald hennar var ólíklegt, en þegar atburður rættist nákvæm- lega stuttu síðar, minntumst við þess, sem okkur hafði verið sagt fyrir, skýrum orðum. f tvö önnur skipti var það bersýnilegt, að í trans- inum var ungfrú Rose stjórnað af lifandi, jarðneskum persónum. Hún og frú Fair voru nýkomnar heim frá

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.