Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 50
176
MORGUNN
yfir því að hafa ekki getað farið þessa ferð, áður en
hún fór frá Englandi, en sagðist mundu verða með þeim
á leiðinni og hjálpa þeim við starfið eins og henni væri
unnt. Hún minntist á eiginmann sinn og á hvað hún væri
að aðhafast í Tasmania, bað fyrir skilaboð til ýmissa
vina sinna og þ. á. m. sérlega eftirtektarverða orð-
sending til miðilsins, ungfrú Rose, sem hún átti að fá
þegar hún vaknaði af transinum. Allt þetta samtal bar
ljóslifandi einkenni frú Fair, og þar sem þetta gerðist
um miðjan dag hér í Englandi, eru allar líkur til þess,
að sjálf hafi hún verið sofandi suður í Ástralíu, er þetta
gerðist og þá verður skiljanlegra hversu auðvelt henni
veittist að stjórna miðlinum. Við höfum (þegar þetta er
ritað) enn ekki haft tíma til að fá vitneskju frá henni,
sunnan frá Ástralíu, um, hvort hún hafi sjálf verið sér
meðvitandi um það, sem hún var að gera. Sennilegt er
að svo muni ekki hafa verið, þar sem henni var að sjálf-
sögðu alveg ókunnugt um þetta ferðalag vinkvenna
sinna, en hinn mikli áhugi anda hennar fyrir því, að
þetta verk væri unnið, leiddi hann heim til Englands
þar sem verið var að leysa verkið af hendi.
Týnd og fundin skjöl o. fl
Eftir Margery Lawrence1).
Nákominn og kær ættingi minn hafði orðið bráð-1
kvaddur og ég var stödd hjá ekkju hans og var að reyna
til að létta henni áfallið. Útförin var nýlega um garð
gengin og lögfræðingar voru að gera leit að áríðandi
skjölum, en hafði enn ekki tekizt að finna þau, og höfðu
1) Nafnkunnur skáldsagnahöfundur og miðill.