Morgunn - 01.12.1942, Síða 51
MO RG UNN
177
þeir af því allmikla áhyggju, því að það skipti ekki litlu
máli fyrir hag ekkjunnar, að þessi skjöl fyndust.
Hún var fallin í svefn, þegar ég fór frá henni, og
ég hafði farið mjög snemma að hátta. Ég lá þó vak-
andi og var að brjóta heilann um, hvar skjölin gætu
verið. Þá sá ég allt í einu við fótagaflinn á rúmi mínu
koma skyndilega í ljós lýsandi mannsmynd gegnum
myrkrið í herberginu, rétt eins og einhver væri með
lýsandi ritblý að draga upp ummálsdrætti mannsmynd-
arinnar á myrkurvegginn.
Meðan ég lá og starði á þessa drætti myndaðist upp
úr þeim nákvæmlega andlit frænda míns, þangað til
ég sá hann eins ljóslifandi og í lifanda lífi; var sá einn
munur, að eins og hann stóð þarna fyrir mér, voru þess-
ir lýsandi drættir eins og litblik (aura) hans, er lukti
um hann allan.
Innri heyrn. Þetta kom of flatt upp á mig til þess
að ég yrði hrædd, og þegar hann nú tók til máls, heyrði
ég og þekkti málróm hans, þótt ég gæti ekki þá né geti
heldur nú sagt, hvort ég heyrði það með líkamlegu
eyra, eða einhvers konar innri heyrn. En hann sagði
mér, hvar kassinn mundi finnast, sem skjölin voru
geymd í, og bað' mig að skila til konu sinnar kveðju
og fullvissa hana um, að honum liði vel og hann væri
ánægður, en þá hvarf hann, og allra síðast hvarf blik-
röndin, sem umlukti hann glampandi í myrkrinu.
Það dátt alveg ofan yfir lögfræðingana daginn eftir,
þegar ég símaði til þeirra og tilgreindi staðinn, þar sem
skjölin lolcsins fundust, nákvæmlega þar sem andinn
hafði sagt, að þau mundu vera, í skáp, sem stóð sér í
skrifstofu þeirra sjálfra bak við stafla af öðrum plögg-
um, en ég sagði þeim aldrei, hver hefði stungið upp á
að leita þar.
En þetta atvik vakti hjá mér mikla undrun og um-
hugsun. Eins og fjöldi annara barna kom ég inn í þennan
heim með ákveðinni meðvitund um annan heim og þá
12