Morgunn - 01.12.1942, Síða 52
178
MORGUNN
sem þar bjuggu. En þegar ég varð eldri og varð þess
vör, að hinir fullorðnu, sem ég í sakleysi sagði frá því,
sem ég sá og heyrði, hlógu að mér eða sögðu blátt áfram
að ég væri að skrökva, þá lærði ég brátt að tala ekki
neitt um kynni mín af öðrum heimi.
Og þegar ég varð enn þá eldri og fór að hugsa um
annað, skraut og skemmtanir, þá hvarf hjá mér um
stund þessi sálræni hæfileiki bernskuáranna, eins og
svo oft kemur fyrir, og hann kom ekki í Ijós aftur fyrr
en þessi óvænti og undarlegi atburður kom fyrir mig.
Þetta sannar, ályktaði ég, að einhvers staðar og ein-
hvern veginn er þessi maður enn lifandi. Hann lifir enn
og elskar og hugsar um líðan konu sinnar, er enn að
reyna til að vera í sambandi við oss, hann er með öðr-
um orðum eins og hann ætíð hefir verið, lifir enn þrótt-
góðu lífi — einhvers staðar.
Ég ásetti mér þá, að reyna til að komast að, hvað
hann starfaði og hvar hann væri, því að einhvern tíma
mundi ég eiga að vera í sama heimi og hann, og ég þori
að sverja, að ég hefi lært mikið um þennan heim fyrir
áhuga minn á spiritismanum, þó að fjölda margir segi,
að enginn viti hvernig annar heimur sé og hvað sé þar
að hafzt. Sú staðhæfing er ekki annað en staðleysa,
því að margs konar vitneskja hefir fengizt um það í
ýmsum atriðum.
Efasemdir á miðilsfundi. Ég tók einu sinni vinkonu
mína, fremur efagjarna (ég nefni hana Leilu S.) með
mér á fund hjá nafnkunnum miðli. Þar fór fram mjög
merkileg samræða við ýmsar verur, sem sögðu henni
margt um hana sjálfa, sögu he.nnar, ættingja og ýmis-
legt annað. En Leila tók því öllu með yfirlætislegu brosi,
því að hún hafði áður sagt mér, að hún héldi, að hvað
sem sér yrði sagt, þá mundi það vera „tekið úr huga
hennar sjálfrar" með huglestrargáfu miðlisins. En sú
liugmynd er algengasta aðferðin til að skýra og tor-
tryggja gáfu miðlanna. En ég held, að ef þessi ná-