Morgunn - 01.12.1942, Qupperneq 55
M O R G U N N
181
hér er of langt að skýra frá), og hann var áfjáður um,
að við segðum konu hans hið sanna um hvernig það
hafði atvikazt. Ég gerði það, en þó hikandi, því að mér
er kunnugt, að slík bréf koma mörgum meira eða minna
éþægilega.
En hún ritaði mér mjög elskulegt bréf og sagði, að
það hefði verið sér ósegjanleg gleði, og hugarléttir, að
fá handan að staðfestingu á því, sem hún hafði sjálf
ætíð talið víst, að maður hennar hefði ekki sjálfur vald-
ið dauða sínum, þótt svo hefði getað litið út. Hér geta
enn allir séð, að engin fjarskynjun getur komizt að.
Enn vil ég segja frá einum merkilegum atburði, sem
hefir komið fyrir mig. Ung stúlka kom í gegn, sem
sagðist heita Nóra. Hún sagðist fyrir hér um bil átta
árum hafa dáið af hjartaslagi, að eins 15 ára gömul,
eftir að hún hafði verið á knattleik í skólanum, sem hún
Var í, og nefndi bæði skólann og forstöðukonuna.
Þar sem ekki var lengra um liðið síðan hún dó, gerði
ég ráð fyrir, að sama forstöðukona mundi enn vera við
skólann, er var kunnur stúlkna skóli. Ég skrifaði henni
því kurteist og gætilegt bréf, til þess að reyna að kom-
ast eftir, hvort frásögn stúlkunnar væri rétt. En eins
og ég hálfgert hafði búizt við, fékk ég kuldalegt svar.
Hún sagði. að þar sem ég væri ekki neinn ættingi þess-
arrar stúlku. hefði hún ekki ástæðu til að segja mér
neitt um hana eða hvernig hún hefði dáið. En það vildi
svo vel til, að skömmu seinna hitti ég vinkonu, sem
hafði átt þar heima og þekkti fjölskylduria, og hún
komst að því fyrir mig, að sagan var alveg sönn.
Enginn huglestur. Hér gat enn engin vitneskja verið
lesin úr huga neins, sem var á fundinum. Þetta barn,
skóli hennar og forstöðukonan voru okkur öllum al-
gerlega ókunn.
Ég hefi valið þessar sögur sérstaklega af mörgum,
sem ég gæti sagt, vegna þess, að þeim er þetta sam-