Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 61

Morgunn - 01.12.1942, Side 61
MORGUNN 187 varanlegri festu í lífi framtíðarmannsins í sambandi við myndun nýrra skilningarvita, sem þeim væru hæf til notkunar, þá afsannar það engan veginn andlega orsölc þeirra. Sjálfstæði þeirra gagnvart áhrifaverkunum líf- fræðilegrar þróunar héldist eftir sem áður. Þetta gæti ekki afsannað fortilveru þeirra í starfvana blundi í djúp- um vitundarlífsins. Þetta myndi ekki heldur afsanna að starfsemi þeirra gerist gagnstætt því, er einkennir starfs- háttu venjulegra skynhæfileika. — Það er staðreynd, að sljógvun venjulegrar skynjunar, og jafnvel alger stöðvun hennar, hefir verið og er nauðsynleg til að þeir fái notið sín. En gerum nú samt ráð fyrir því, að þannig kynni að fara, að ný líkamleg skyntæki, hæf til stöðugrar og fullkominnar notkunar einum eða fleiri þessara óvenjulegu skynhæfileika ættu eftir að koma í ljós og ná festu og varanleik í skyntækjakerfi óborinna ættliða, hvað sannaði þetta þá? Aðeins það eitt, að þess- ir hæfileikar sjálfir hefðu skapað sér sín eigin nothæfu skyntæki, en þau sköpuðu þá ekki, eins og lífeðlis- fræðingar nútímans halda fram að sé orsök venjulegra skynhæfileika sálarlífsins. En eftir sem áður væri ómögulegt að komast fram hjá spiritistisku skýringunni, og þá yrði að endurskoða þróunarkenninguna með hliðsjón af henni, án þess þó að slíkt endurmat haggaði að nokkuru meginatriðum viðurkenndra skoðana á líffræðilegri þróun. Það leiddi aðeins það eitt í ljós, að líffræðilegir skynhæfileikar líf- veranna væru ófullkomnari andlegum skvnhæfileikum persónuleikans, og væri að eins kleift að túlka brot af Vfirsjálfi mannsins. Stáða þeirra í starfsemi vitundar- lífsins yrði eitthvað svipuð og hljóðfærisins, sem meist- arinn notar um hríð. Það, sem fengist sannað, væri þá, að þessir óvenjulegu skynhæfileikar kæmu fram á athafna- aviði lífsbaráttunnar, vegna hennar, en ekki vegna þess, að hún hefði skapað þá. Áður en skilizt er til fulls við þetta atriði málsins,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.