Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 64

Morgunn - 01.12.1942, Side 64
190 MO RG UNN Þá má og benda á það, að fornleifa og mannfræði- rannsóknir síðari tíma benda til þess, að frumskóga- byggjar og villimenn nútímans, sýni oss nokkurnveginn rétta mynd af þeim kynflokkum, sem menningarþjóðir nútímans eigi ættir að rekja til. Full ástæða er því til að ætla, að gerist sálræn fyrirbrigði meðal villimanna kynflokka nútímans (og það er sannað mál), þá hljóti samstæð fyrirbrigði að hafa gerzt meðal kynflokka þeirra, sem nútímamenn eiga ættir að rekja til. En þótt þessari síðastnefndu ályktun sé sleppt, þá hafa næg rök verið leidd að því, að þessarra dulrænu skyn- hæfileika hafi orðið vart meðal hinna ýmsu kynflokka mannkynsins frá ómunatíð. Á vegferð mannkynsins hefir alltaf verið að bregða fyrir leiftrum úr dulardjúp- um vitundarlífsins, og þau hafa eðlilega dregið að sér athygli mannanna á öllum tímum. Þetta er óvefengjan- leg staðreynd. Það er einnig sannað atriði, að aldrei hefir neins þess orðið vart í sambandi við frramkvæmi hæfileika þessara, að áhrifa líffræðilegrar þróunar hafi að nokkru gætt í sambandi við starfsháttu þeirra. En — ef líffræðileg þróun eða lögmál hennar hafa ekki haft ne;n áhrif á starfsháttu þeirra, þá getur hún ekki heldur verið þeim ásköpuð. Vér skulum nú að lokum víkja nokkurum orðum að viðfangsefni því, sem hér um ræðir, frá sjónarmiði dag- legs lífs, eins og því er lifað nú. Er sennilegt að þessir dulrænu skynhæfileikar svo sem huglestur, hugsana- flutningur, fjarskynjun, skyggni í fcrtíð, nútíð og fram- tíð kunni að reynast mönnum hagnýtir í daglegu lífi? Ekkert bendir til þess að svo sé. Dr. Gustave Geley ræðir nokkuð um þetta í bók sinni: ,,From the Uncons- cious to the Conscious“. Hann kemst þar m. a. svo að orði á einum stáð: „Hugsið yður mann, sem gæti hagnýtt sér einn eða fleiri þessara hæfileika að vild í daglegu lífi. Vér skul-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.