Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 68

Morgunn - 01.12.1942, Page 68
194 MO RG UNN mönnum neitt undrunarefni. Þekking sú, sem þannig er einatt send yfir í dagvitund móttakandans, er ofi með öllu eðlisóskyld og fjarlæg öllú því, er móttakand- inn þekkir eð>a hefir gert sér grein fyrir. Oft er því bein- iínis nauðsynlegt fyrir sendandann að viðhafa slíka að- ferð. Hann þarf einatt að flytja alger einkamál þessa leið, og stundum kunna þau að vera slík, að ekki sé rétt að annar en móttakandinn einn geti skilið þau. — Og stundum hljótum vér að dást að þeirri hugkvæmni og snilligáfu, sem sendandinn einatt beitir, án þess að bregðast því trausti, sem honum er sýnt. Bozzano heldur því fram að sendandi viðkomandi þekkingaratriða sé hinn raunverulegi persónuleiki mannsins sjálfs. Þetta telur hann sanna og sýna, að hann sé sjálfstæð vitsmunavera, að engu leyti háð beinni eða óbeinni starfsemi heilaskynstöðvanna. Þegar vér virðum fyrir oss mótrök þau, sem notuð oru af andstæðingum spíritisku skoðunarinnar, til að afsanna eða véfengja andlegt gildi hugrænna fyrir- brigða (animistic phenonema), þá skilst oss bezt, hve mikilvægt, fræðilegt gildi það hefir, sem nú hefir verið sagt. iSkoðanaandstæðingar spiritismans segja: „Spiritistar halda því fram, að sé unnt að sanna að maðurinn geti séð, án þess að sjá með líkamsaugunum, heyrt, án þess að heyra með eyrunum, þá sýni þetta, að sjón og heyrn sé ekki háð starfsemi líffræðilegra skyntækja. Út frá þessari forsendu álykta þeir svo, að þetta sanni að sjón- ar- og heyrnarhæfileikinn lifi tortímingu og upplausn þessara líffræðilegu skyntækja, sem líkamsdauðinn veldur. Þetta eru falsrök ein. Þá fyrst væri unnt að við- urkenna, að spiritistar hefðu rétt fyrir sér ef sönnun fengist fyrir því, að heyrnar- eða sjónarskynjun svefn- göngumanns eða miðils í dásvefni, væri óháð starfsemi heilaskynstöðvanna, sem stjórna skyntækjum líkamans. Sannleikurinn er sá, að þótt maður, sem í dásvefni

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.