Morgunn - 01.12.1942, Qupperneq 73
MO RG UNN
199
engu hvort menn nálgast vé sannleikans úr suðri eða
norðri. Það, sem máli skiptir, er að þeir komist þang-
að“. Með þessum orðum lýkur Bozzano fyrsta kafla
áður nefndrar bókar sinnar. t
Einar Loftsson.
Guldenstubbe barón
var sænskur aðalsmaður, sem lifði fram á síðari hluta
nítjándu aldar. Hann var einn af fyrirrennurum spirit-
ismans og merkilegur maður. Árið 1841 fór hann að
leggja stund á að fá beina andaskrift, þótt naumast
verði séð, hvers vegna hann hóf þær tilraunir, þar sem
andaskrift mátti vafalaust telja þá sama sem óþekkt
íyrirbrigði. Á 16 árum tókst honum að fá h. u. b. 2
þúsund slíkar orðsendingar. Innihald þeirra var mjög
fjölbreytilegs eðlis, þær voru skrifaðar á ýmiskonar
tungumálum og geymdu mjög margar sannanir fyrir
því, aö framliðnir menn væru þar að verki. Aðferð
hans var hvorttveggja í senn, mjög einkennileg og
mjög einföld. Hann lagði leið sína, með einum eða
tveim vinum, sem vitnum, inn í eitthvert guðshús, þeg-
ar engir aðrir voru þar viðstaddir, og lagði óskrifað
pappírsblað á minnismerki eða standmynd einhvers
frægs manns, gekk síðan stuttan spöl frá og beið þar í
bænræknum hug og með heita ósk um, að fá svar frá
manni þeim, sem minnismerkið var helgað. Þegar hann
kom aftur stuttu síðar að minnismerkinu, var oft búið
að skrifa orðsendinguna á blaðið, oft á tungumáli, sem
hann kunni ekkert í. Margar ómótmælanlegar sann-
anir eru fyrir því, að engin svik var unnt að hafa í
frammi og að þarna voru furðulegir hlutir að gerast,
enda svo öruggar sannanir í mörgum af þessum orð-
sendingum, að öll tvímæli tók af.