Morgunn - 01.12.1942, Side 75
MORGUNN
201
að halda heilagan miningardag látinna ástvina, til þess
að biðja fyrir þeim.
Nú vitum vér það, með öruggri vissu, sem ný andleg
vísindi hafa flutt oss, að þetta er villukenning, og ekk-
ert minna en það. Yér höfum fengið ótvíræða vitneskju
um dásamlegt kærleiksstarf hárra anda hinu megin
grafarinnar. Vér vitum nú, að krleikurinn er stekari en
dauðinn og að hann er aflið, sem lyptir öldu þróunar-
innar í öllum heimum Guðs endalausu tilveru. í fagn-
aðarríkri vissu um áframhaldandi þjónustu kærleikans
himneska við allt, sem til kann að vera af óþroskuðu
ágæti á mannlegri sál, þegar hún flytzt af þessum heimi
til hins komanda, minnumst vér í helgikyrrð þessa
kvölds með ástúð og bæn, alls, sem vér höfum unnað og
tregað. Og af því, að vér teljum miklar líkur fyrir því,
að þeir blessuðu vinir séu oss nálægir hér í kvöld, ávörp-
um vér þá eins og nálæga vini en ekki fjarlæga:
Liðinn faðir og látin móðir, sem fórnuðu oss ástríki
og starfi liðinna ára, elskuleg dóttir, sem fórst burt með
margar ljúfar vonir og drengurinn litli, sem dó, systir
eða bróðir, sem áttuð með oss unað æskuáranna, ást-
vinur, sem ljúft var að lifa með en sárt að sakna, og
ættingjar allir og vinir, sem komnir eruð yfir landa-
mærin, hvort sem þér dveljið nú með oss hér í helgi-
dóminum í kvöld eða ekki, vér minnumst yðar allra með
djúpsettri ástúð endurminninganna og leggjum inn í ósk
vora og bæn þann hjartans yl, sem minning ljúfra, lið-J
inna samveruára vekur: Guðs heilagi friður sé með
yður, hvar sem heimkynni yðar eru nú. Fögnuður himna-
ríkis fylli sál yðar og ljós Krists lýsi yður að eilífu og
lýsi einnig oss til endurfunda við yður, þegar jarðlífs-
áfanganum skal lokið.
Þegar vér minnumst látinna vina á grundvelli þeirrar
sannfæringar, að kærleikurinn mikli frá Guði vaki yf-
ir þeim og leiðbeini þeim enn, vaknar eðlilega sú spurn-