Morgunn - 01.12.1942, Síða 77
MORGUNN
203
Vitanlega er hér um að ræða ýmsar lindir, sem allar
koma frá hinni einu allsherjar uppsprettu, vitanlega er
það kærleikur hins eina föður alls lífs, sem hjálpar
framliðnum vinum vorum hinu megin grafarinnai', en
sá kærleikur streymir til þeirra í gegn um starf engla og
anda, sem náð hafa þeirri fullkomnun, að þeir geta
verið hreinn farvegur fyrir sístreymandi elfu hins mikla
kærleika, sem Guð er stöðugt að veita frá sér yfir heim-
ana til allra, sem vilja þiggja.
Þannig er í rauninni allt þetta heilaga verk Guðs verk,
en til þess að framkvæma vilja sinn notar hann hina
háu í þjónustu hinna lágu. Og hvað er það annað en
þetta, sem heil. Ritning er að kenna oss, þegar segir um
hina ósýnilegu hjálpendur í texta mínum: „Eru þeir
ekki allir þjónustubundnir andar, út sendir í þeirra þarf-
ir, sem hjálpræðið eiga að erfa“. (Hebr. 1, 14.). Enn
fremur eru í Nýa testamentinu nokkur ummæli Jesú
sjálfs, þar sem hann talar um það, að englarnir séu
sendiboðar Guðs, sem framkvæmi vilja hans. Þannig
kennir Ritningin sjálf oss, að Guð stjórni heiminum ekki
beint, heldur með englum og öndum sem milliliðum. Ef
menn aðhyllast ekki þetta, verða þeir að gera sér ljóst,
að þarna eru þeir í andstöðu við sjálfan höfund krist-
innar trúar.
Þetta er forn-kirkjuleg trú, en þetta er einnig í sér-1
stökum skilningi skýlaus reynsluþekking margra nú-
tímamanna. Ég hygg það vissulega vera svo um lang-
flesta þá, sem eru að reyna að rannsaka þessa hluti
með hjálp þeirra, sem sálrænum gáfum eru gæddir, —
og engin önnur leið er til, til þess að kynna sér þessa hluti
af eigin reynd — að þeirra stórfelldasta og dásamlegasta
undrunarefni sé einmitt það, að fá að kynnast því ofur-
magni kærleikans, þeim innileik ástúðarinnar og þeirri
þrautseigju þolinmæðinnar, sem þeir sýna þessir ,,þjón-i
ustubundnu andar“ í afskiptum sínum af deyjandi fólki
og nýdánu. En þeirrar elsku, sem er langlunduð og þol-