Morgunn - 01.12.1942, Síða 82
208
MO RG UNN
legu hjarta. Hann, sem er „kóngur englanna", mun láta
þegna sína veita oss þjónustu, því að hann er þar eins
og hér að leita að hinu týnda, unz hann finnur.'
„Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar?“ segir
Hebreabréfið um englana, og enn segir séra Hallgrím-
ur: „Þeir góðu andar oss eru nær“, og enn hefir reynsla
þúsunda og aftur þúsunda staðfest þessi dýrlegu sann-
indi, og staðfestir þau enn í dag. Þeirra vernd hefir
faðir lífs þíns, áranna og eilífðarinnar Guð, falið þig
þegar í þessu lífi, og þeirra vernd hefir hann falið þá
blessuðu vini, sem þú saknaðir fyrr með sárum trega
og minnist nú með þakklæti og blessunarbænum í kvöld.
Dýrð sé góðum Guði í hæstum hæðum!
Til kaupenda
Útgefendur MORGUNS verða að biðja kaupendur og lesendur
velvirðingar á ]>ví, að þrátt fyrir nokkra verShœkkun á ritijiu hefir
útgáfukostnaður aukizt svo niiklu meira, að ekki reyndist annað
unnt en að stytta ritið á síðustu stundu um tvær arkir, 32 bls.
Þess vegna verður ýmislegt að bíða, sem í ritið átti að fara að þessu
sinni, svo sem hinar venjulegu niðurlagsgreinar ritstj. „Á víð og
dreif“, og ekki síður ritdómar um tvær merkar bækur um sálræn
efni, sem út hafa komið hér á liðnu ári, bókina um Indriða miðil,
sem mjög mikið hefir verið keypt og kannske vnkið meira umtal
en nokkur önnnur bók, sem út hefir komið á árinu, og ennfremur
þýðing Hallgríms Jónssonar á bókinni „Bláa eyjan“, sem miklar
vinsældir hefir hlotið víða um lönd meðal þeirra, sem sálrænar
bækur kaupa. — Þé hefir orðið sá dráttur á útkomu þessa lieftis
MORGUNS, sem ónjákvæmilegur reyndist vegna hins mikla ann-
ríkis í prentsmiðjunum.
Á öllu þessu biðja útgefendur velvirðingar, og vænta þess, aö
kaupendur MORGUNS sjái, a'ö þær orsakir eru hér að verki, sem
ekki var unnt að ráða við.
Útcjef.