Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 7
FÆÐING JESU
85
I
Árið 117 reyndi Tacitus, rómverski sagnaritarinn, að gera
grein fyrir ofsóknum gegn nýjum trúarflokki, sem átt höfðu
sér stað um allt rómverska heimsveldið.
Hann var enginn vinur Nerós.
Engu að síður reyndi hann eftir beztu getu að finna ein-
hverjar afsakanir fyrir þessu sérstaka ofbeldi.
„Keisarinn,“ skrifaði hann, „hefur lagt grimmdarlegar
pyndingar á vissa karla og konur, sem hötuð eru fyrir glæpi
sina og lýðurinn kallar „kristið fólk“. Þessi Kristur, sem það
kennir sig við, var tekinn af lífi á stjórnarárum Tiberiusar keis-
ara af Pontiusi nokkrum Pilatusi, sem var landstjóri Judeu,
fjarlægs skattlands í Asíu. Þótt þessi hræðilega og fyrirlitlega
hjátrú hafi verið bæld niður um sinn, þá hefur hún brotizt út
aftur, ekki einungis í Judeu, þar sem þetta böl átti upptök sín,
heldur einnig i Róm; en til allrar óhamingju þá virðist hvers
konar vansæmd og ósómi dragast til þeirrar borgar.“
Tacitus minntist á þetta mál allt á svipaðan hátt og enskur
blaðamaður árið 1776 kynni að hafa minnzt á eitthvert þýðing-
arlaust byltiugarbrölt, sem átt hefði sér stað i f jarlægri nýlendu
brezka heimsveldisins, og engum kæmi til hugar að væri alvar-
legs eðlis.
Rómverjinn vissi ekki nákvæmlega hverjir þessir kristnu
menn voru, sem hann skrifaði um af svo mikilli fyrirlitningu
eða hver þessi Kristur var, sem þeir höfðu dregið nafn sitt af.
Hann vissi það ekki, og hann kærði sig kollóttan.
Það var alltaf einhvers konar uppsteitur í ríki, sem var jafn
stórt og margbrotið og rómverska heimsveldið og Gyðingar,
sem voru í flestum stærri borgunum, voru sífellt með erjur sín
á milli og það brást ekki, að þeir vöktu reiði yfirvaldsins, sem
þeir lögðu mál sín fyrir, með þrjózkulegri trú á einhver óskilj-
anleg lögmál.
Þessi Kristur hafði sennilega verið predikari í einhverju
smásamkunduhiisi Gyðinga í Galileu eða Judeu.
Vitanlega var meira en liklegt, að Neró liefði verið helzt til
harðhentur.