Morgunn - 01.12.1972, Síða 14
92
MORGUNN
Ef til vill liafa fyrstu lærisveinarnir verið þessu bezt kunn-
ugir.
En þeir skrifuðu ekki, þeir deildu ekki og þeir kappræddu
ekki sérlega mikið.
Með þakklæti tóku þeir við því, sem þeim var kennt og létu
trúna um hitt.
Á þessari kærleiksríku arfleifð verðum við að byggja, þegar
við endurvekjum söguna um meistarann frá Nazaret.
II
Það var á fjórða ári fyrir upphaf tímatals okkar.
1 aflíðandi hlíðarbrekku friðsæls dals í Galíleu stóð þorpið
Nazaret. Þar bjó trésmiðurinn Jósef og kona hans María.
Þau voru ekki rík, og ekki voru þau heldur fátæk.
Þau voru öldungis eins og allir nágrannar þeirra.
Þau unnu hörðum höndum og kenndu börnum sinum, að
heimurinn vænti einhvers af þeim, því báðir foreldrar þeirra
gætu rakið ætt sina til Davíðs konungs; en hann var, eins og
þau öll vissu, sonarsonarsonur hinnar mildu Rutar; en sögu
hennar kunni hvert mannsbarn af gyðingaættum.
Jósef var maður óbrotinn í háttum og hafði aldrei komið út
fyrir sveit sína, en Maria hafði hins vegar dvalizt eitt sinn tals-
verðan tíma í þessari stóru borg, sem kölluð var Jerúsalem.
Hún var þá þegar trúlofuð Jósef.
Maria átti frænku, Elísabet að nafni, sem gifzt hafði Sakaría
nokkrum, presti, sem annaðist störf við Musterið.
Sakaria og kona hans Elísabet voru aldurhnigin, og hrygg
sökum þess að þeim hafði ekki orðið barna auðið.
En, viti menn, dag nokkurn fékk María fréttir af Elísabetu.
Hún átti von á barni og spurði nú frænku sína hvort hún gæti