Morgunn - 01.12.1972, Síða 16
94
MORGUNN
Henni hafði verið búinn svefnstaður í gömlu gripahúsi.
Og þar hafði Jesús fæðzt á meðan hirðarnir úti á engjunum
gættu hjarða sinna gegn þjófum og úlfum og brutu heilann
um það, hvenær hinn langþráði Messias myndi losa hina ólán-
sömu þjóð þeirra undan oki þessara erlendu húsbænda, sem
hæddust að mætti Jahve og fyrirlitu allt það, sem Gyðingum
var helgast.
Allt gerðist þetta fyrir ævalöngu.
Þess var sjaldan minnzt, því á eftir fór hinn æðislegi og
hræðilegi flótti út í óbyggðirnar, sem var afleiðing grimmdar
Heródesar konungs.
Kvöld nokkurt hafði Maria verið að gefa baminu fyrir fram-
an gamla gripahúsið, sem var eina húsaskjól þeirra Jósefs.
Allt í einu hafði hafizt mikill hávaði á götunni.
Olfaldalest persneskra ferðamanna fór hjá.
Það var ekki furða þótt hvert mannsbarn í þorpinu kæmi út
til þess að stara á þessa ferðalanga með þjónaliði sínu, klædda
dýrindisklæðum, litríkum höttum og með skínandi gullhringa
á höndum.
Athygli þessara kynlegu manna hafði heinzt að ungu móð-
urinni með barnið sitt. Þeir höfðu stöðvað úlfalda sína og gælt
við litla snáðann, og þegar þeir héldu af stað aftur, höfðu þeir
leyst fallegu móðurina út með gjöfum úr silkiströngum sínum
og kryddkössum.
Allt hafði þetta verið ósköp saklaust i sjálfu sér, en .Júdea
var mjög lítið land og fréttir flugu.
1 hinni drungalegu höll sinni í Jerúsalem sat Heródes og
horfði kvíðvænlegum augum til framtíðarinnar. Hann var
gamall, sjúkur og honum leið ákaflega illa.
Minningin um myrta eiginkonu sveif honum jafnan fyrir
hugskotsjónum.
Það syrti stöðugt í álinn.
Tortryggnin fylgdi honum eins og skuggi síðustu daga hans
og óttinn leiddist hljóðum skrefum á eftir.
Þegar liðsforingjar hans fóru að rabba um heimsókn pers-
nesku kaupmannanna til Betlehem, varð Heródes skelfingu