Morgunn


Morgunn - 01.12.1972, Side 23

Morgunn - 01.12.1972, Side 23
MIÐILSFUNDIR 101 þess starfs og boðskapar, er átti sína undursamlegu þungamiðju á Golgata, en einmitt með þessu fyrirbrigði, — að margir framliðnir menn birtust?------ Hinir sannfærðu andahyggju- menn hafa rétt fyrir sér: Andahyggjan er i eðli sínu andlegt hjálpræðismál, og er vígð og helguð af sjálfum höfundi kristin- dómsins. Miðilsfundi á þvi ekki að halda i kæruleysislegum og þyrkingslegum gagnrýnianda, heldur í lotningaranda og með þeirri virðingu, sem andahyggjunni ber. En hinir sannfærðu andahyggjumenn mega ekki gleyma því, að til eru aðrir menn, sem þarfnast sannana, og sambandsfundum þarf því að korna þann veg fyrir, vegna slíkra manna, að þeim gefist kostur á að afla sér þeirra sannana, er þeir þarfnast. Að mínum dómi er að mörgu leyti hagkvæmast og heppilegast, að þessir tveir flokkar Manna, er vér höfum athugað um hrið, starfi sem mest saman i bróðurlegri einingu. Myndu báðir græða á þeirri samvinnu og andahyggjan fengi þar sterkt vígi, sem öruggt væri gegn öllum árásum. Komum vér þá að þriðja flokkinum. Honum teljast þeir menn, sem einungis sækja miðilsfundi af forvitni. Þeim finnst það eiginlega tilheyra almennri menntun nútímans að hafa einhvern tíma verið á miðilsfundi, og er það alls ekki svo fjarri sanni. Þessir menn verða oft fyrir vonbrigðum. Þeir gera sér oft fyrirfram rangar hugmyndir um miðilsfundi og sambandið við annan heim yfirleitt. Þeir hafa oft litla þekkingu á þessu máli, og gera sér alls ekki Ijóst, hve mörgum og miklum erfiðleikum það ennþá er bundið að komast i samband við framliðna menn. Málið er ennþá alltof víða aðeins á tilraunastigi, eins og reynd- ar mörg, ef til vill flest, visindi eru. Oft gæta þessir menn þess ekki heldur, að tiltölulega mjög lítils er venjulega að vænta af einum einasta miðilsfundi, og að verulega merkilegur árangur af þessu starfi fæst sjaldan fyn- en eftir marga fundi, þar sem allt hefur farið fram með skipulögðum hætti og nákvæmum at- hugunum liafi verið beitt. Og þarf þá bæði á mikilli dómgreind °g mikilli Jiolinmæði að halda. Enginn þarf að búast við því, að á fyrsta miðilsfundi sem hann situr, gerist mjög mikil tákn °g stórmerki, að himnarnir opnist skyndilega og einhver Ja-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.