Morgunn - 01.12.1972, Page 25
MIÐILSFUNDIR
103
inn trúað því, að. maðurinn, sem liann var að tala við, og var
svo látlaus og blátt áfram, væri Magnús Stephensen landshöfð-
ingi? Maðurinn var alveg eins og annað fólk! Hvar var hægt að
sjá á honum, að hann væri landshöfðingi? — Og hvernig eiga
menn að geta trúað því, að hkamningur, sem birtist á miðils-
fundi, og er ef til vill einna líkastur ólögulegri snjókerlingu, sé
vera frá öðrum heimi, — framliðinn maður? „Nei, nú held ég
að þú ljúgir!“ . . . En svo sleppt sé öllu gamni, er rétt að benda
hinum forvitnu en fávísu mönnum á það, að eins og „Guð er
lengi að skapa mann“, að því er máltækið segir, eins er lengi
verið að skapa fullkominn manngerving. Til þess þarf marga
og góða miðilsfundi. Og það er ekki meiri ástæða lil að fárast
yfir því, þótt manngervingur sé ófullkominn heldur en því, að
fóstur í kviði mannlegrar móður getur ekki undir eins tekið á
sig mannsmynd! —
Er þá loks komið að fjórða flokkinum. Ég skal undir eins
játa, að með honum hef ég litla samúð, en sem betur fer, er
flokkurinn fámennur. Þessum flokki teljast þeir menn, er
sækja miðilsfundi aðeins til þess, að því er virðist, að henda
gaman og hlæja að því, sem þar fer fram, að sínu leyti eins og
þeir fara t. d. í kvikmyndahús til þess að horfa á gamanmynd.
Þessir menn virðast ekkert sjá annað en eitthvað skoplegt i
öllu, sem fram fer á miðilsfundum, og þeim er ekki nóg að
lilæja í barm sér, heldur verða þeir að fá aðra til að hlæja líka.
Ekki verður sagt að þetta séu sérstaklega kurteisir menn, og
virðast þeir oft vera „unable to appreciate the finer tiiings of
life“, eins og Englendingar komast að orði, þ.e. a.s.: Þeir bera
lítt skynbragð á hin háleitari viðfangsefni lífsins“. Annars er
fljótlega hægt að afgreiða þessa menn: Þeir eiga alls eklti á mið-
ilsfundi að koma!
Er vér höfum nú um stund athugað þessar fjórar tegundir
manna, virðist eltki úr vegi að gera sér grein fyrir, hvernig
miðilsfundir eiga að vera, svo að um sem beztan árangur geti
verið að ræða. Þess er þá fyrst og fremst að gæta, að nauðsyn-
legt er, að miðillinn sé starfi sínu vaxinn, þ. e. a. s. maður, sem
er ráðvandur og sannleikshollur, og starfar fyrst og fremst