Morgunn - 01.12.1972, Page 26
104
MORGUNN
starfsins vegna. Og starfið verður hann að reka á ópersónuleg-
um grundvelli. Ef vel á að fara til lengdar, verður hann að
vinna verk sitt sem /órnarstarf í þágu hins góða málefnis.
Æskilegast er, að hann kynni sér bókmenntir andahyggju-
stefnunnar, eftir þvi sem kostur er á. Með þeim hætti getur
hann ef til vill lært að þekkja sjálfan sig betur en ella og var-
ast ýmsar hrösunarhellur, sem hann annars myndi detta um.
Miðillinn þarf að hafa utan um sig fastan hring samvalinna
manna. Stjórn þarf að vera sterk og örugg á hverjum miðils-
fundi. Sé gestum leyfður aðgangur, er nauðsynlegt að þeim sé
leiðbeint áður en fundur byrjar eða i fundarbyrjun um það,
hvernig þeir eigi að haga sér á fundinum. Gott er að helgiblær
hvíli yfir miðilsfundum og alvara, en þó ekki of þung alvara.
— Fundarmenn þurfa að skilja það, að miðillinn þarf á samúð
þeirra að halda, og að hann er vel að samúðinni kominn, því
hann er að vinna merkilegt verk. Annars er langbezt, að fund-
armenn séu sem mest hlutlausir gagnvart því, sem gerist á
fundunum, búist ekki við neinu sérstöku, en séu algjörlega and-
lega frjálsir og með opinn hug. En ég vil taka það fram enn á
ný, að leggja á það mikla áherzlu, að nauSsynlegt er, að þeir,
er sækja miðilsfundi, beri virðingu fyrir þvi, sem verið er að
gera. Spottararnir eiga ekki að koma nærri miðilsfundum. Þeir
geta hlegið heima hjá sér að heimsku mannanna! En miðils-
fundum á yfirléitt að haga þannig, að útilokað sé, að svo miklu
leyti, sem unnt er, að um svik eða pretti geti verið að ræða, og
verður miðillinn, hver sem hann er, að vera fús til að -hlíta
sanngjörnum rannsóknum og sætta sig við smávegis persónu-
leg óþægindi, ef það getur orðið málefninu til framdróttar og
styrktar.
Ekki bið ég neinn afsökunar á þvi, að hafa haldið þennan
fyrirlestur, en þó ætla ég að láta yður, tilheyrendur góðir, í té
nokkra skýringu á því, að ég tel mér skylt að taka málstað anda-
hyggjustefnunnar, hvenær sem mér finnst að á hana sé hallað,
eða að hún fái ekki að skína í réttu ljósi. Sannleikurinn er þó sá,