Morgunn - 01.12.1972, Side 28
106
MORGUNN
meta þessa eiginleika — mannúð og hugrekki og drengskap —
°g það gæti orðið til þess að eftir þessu væri keppt og með þvi
væri komnar undirstöðurnar að siðferðilegu lífi. En vér höfum
samt sem áður allmikla ástæðu til að ætla, að það siðferðilíf yrði
með alveg sérstökum hætti og ekki að öllu leyti sem girnilegast.
Vér höfum ástæðu til að ætla það sökum þess, að vér höfum
haft menn á meðal vor, sem hafa haft einmitt þessa fleka-lífs-
skoðun, og verið svo mikilhæfir, að þeir hafa getað hugsað hana
út í æsar. Og af þeim mönninn er ef til vill þýzki spekingur-
inn Nietzsche risavaxnastur. Hann þurrkar út hugmyndina um
Guð og ódauðleika, hann sér lífið likast þvi, sem lýst hefur ver-
ið um flekann á sjónum. En hann var stórsiðferðilegur maður.
Hann var það fyrst og fremst af þvi leyti, að hann horfðist í
augu við afleiðingarnar af sinni eigin lífsskoðun. Og það gera
ekki nema stærstu menn og drenglyndustu. En af þvi að hann
sá mannlífið í þessu ljósi, þá prédikar hann, að miskunnsemi
vor verði að breytast. Vér eigum ekki að hafa sjúkrahús, ekki
munaðarleysingjahæli, ekki að hafa neitt, sem bjargar þeim
veika. Vér eigum að uppræta allt veikt, allt ógæfusamt, því að
á flekanuin á ekkert að lifa nema hið þróttmikla og sterka.
Þetta er siðferðileiki fleka-lífsskoðunarinnar, sem verður ofan á
með öllu mannkyni, ef afneitun á ódauðleikahugsuninni kemst
nógu ljúpt inn í sálarlíf þess. Það kann að varðveitast einhver
tegund af elsku, einhver tegund af meðaumkun, en hún verður
með öðrum hætti en heimurinn hefur nokkru sinni áður þekkt.
Sá siðferðileiki, sem Jesús boðaði, og lærisveinar hans hafa ver-
ið að reyna að teygja sig upp i, hefur grundvallazt á trúnni á
gildi maimsins, sem persónuleika, sem sálar, er væri helgari
en allt annað, manns, sem væri efni í guðdóm. En sú siðferðis-
hugmynd, sem tæki við, þegar ódauðleikati-úin væri liorfin,
væri grundvölluð á skoðuninni á manninum sem skipverja á
flaki, skipverja, sem ætti að sjálfsögðu að fara fyrir borð, er
hann væri ekki lengur liðgengur til vinnu. Mismunurinn er
þetta, að aðrir líta á manninn sem þræl meðal þræla, hinir á
hann sem ódauðlega sál“.
Þannig hljóðar þessi kafli úr erindi séra Ragnars Kvaran.