Morgunn - 01.12.1972, Síða 30
108
MORGUNN
ir Sigurjón Friðjónsson, eitthvert ljóðrænasta skáldið, sem vér
íslendingar eigum nú. Kvæðið heitir „Spurn“:
„Þögul yfir bæ og byggðir
blæju dregur sumamótt.
Víða reikar hugur hljóður;
hjarta titrar þyrst og mótt.
Geturðu leyst úr lífsins gátu —
leyst úr gátu, þögla nótt?
Hvað er lífið, vor og vonir
verði allt að lokum hljótt?
— ef það sem þú annt af hjarta
er nú feigt og hverfur skjótt?
— ef að lokum alla vegi
yfirskyggir dauðans nótt? —
Mun það allt, er anntu af hjarta
eiga að hverfa i dauðans nótt?
Þessi spurning yfir öllu,
alltaf vofir dag og nótt;
skuggavængir breiða breiðir
byggðir yfir dag og nótt.
Láttu elda, lífsins herra!
Leiddu geisla i þessa nótt.
Sjáðu í skugga hljóðrar helju
hjartað titra þyrst og mótt.
Lífsins herra, lífsins herra!
Líttu á mína spurn í nótt“.
Það er þessi mikla spurning, spurningin um framhald lífsins
og „viðhald verðmætanna“, sem andahyggjan er að leitast við
að fá svar við. Það er svo stórt og göfugt viðfangsefni, að ekki
má nálgast það ineð léttúð og kæruleysi. Og þeir, sem vinna
að því að leysa það, þurfa að skapa utan um það andrúmsloft,
sem er milt og friðsælt, eins og
íslenzk sumarnótt!