Morgunn - 01.12.1972, Side 31
BJÖRN O. BTÖRNSSON:
KRISTNAR HUGMYNDIR UM
ÞRENNINGU GUÐS
Efni það, sem ég kenni erindi þetta við — kennisetningar
Kirkjunnar um að Guð sé hvort tveggja í senn, einn og þrennur
— varð í fornöld tilefni stórkostlegra deilna innan hennar, sem
snerust fyrst og fremst um skilgreiningamar. Maður gæti hald-
ið að deilur þessar hafi yfirleitt verið yfirgengilega ófrjóar, þeg-
ar þess er gætt að skilgreiuingarnar fjölluðu um efni sem að
verulegu leyti liggur utan við mannlegan skilning. Einna verst
var samt, að þær beindu athygli Kristninnar frá hinu eina
nauðsynlega: að þekkja Guð, sjálfan sig og náungann með
hjartanu — frá því að elska Guð af öllu hjarta og náungann
eins og sjálfan sig — frá „hinu fullkomna lögmáli frelsisins“,
kærleikanum, — frá „hinum Nýja Sóttmóla" — fró „fagnaðar-
erindinu um Ríkið“ — fró Jesú Kristi.
Þessi inngangur sýnist nú kannski ekki sem ókjósanlegust
meðmæli fyrir erindið, sem hér fer ó eftir. En einlivern veg-
inn var það þó svo, að ég hafði lengi þótzt sjó út undan mér að
ó vegum hinna kristnu hugmynda um „þríeining" Guðs myndi
að finna hinar mikilvægustu upplýsingar um eðli tilverunnar
og lifsins, ef ekki væri hirl um að halda sig nókvæmlega ó
troðnum slóðum — liitt metið meira, að trúa sínum eigin aug-
um betur en fyrri tiðar manna, þar sem ó milli bæri — það
metið meira sem Nýja-testamentið kynni að geta lagt til mól-
anna, en hórtoganir og fullyrðingar svokallaðra Kirkju-feðra
og annarra guðfræðinga og samþykktir Kirkju-þinga (sbr. t. d.
yfirlýsingu Luthers í Worms um skeikulleika Kirkju-þinga).
Ég lagði svo í það fyrir þrettón órum, austur ó Héraði, að
skrifa hugleiðingu um þessi efni. Og er að sjólfsögðu hætt við