Morgunn - 01.12.1972, Page 48
JON AUÐUNS:
JAKOB JÓH. SMÁRI
IN MEMORIAM
Meðan ég var erlendis í
sumar bar mér dagblað þá
fregn, að gamall vinur minn
og kennari, Jakob Jóh. Smári
skáld væri látinn.
Þótt með fáum orðum sé
gert, og miklu miður en verð-
ugt væri minningu hans, vil
ég ekki láta undan dragast að
Morgunn minnist hans. Svo
oft áttum við samfundi vegna
þess málefnis, sem Morgunn
er helgaður.
En leiðir okkar lágu saman
fyrr. Hann var íslenzkukenn-
ari minn öll árin í lærdóms-
deild Menntaskólans, og hann kveður þennan heim siðastur
kennara minna í gamla skólanum. Þann hygg ég einróma dóm
þeirra nemenda hans, sem samferða voru mér i skólanum, að
Smári væri prýðilegur kennari, enda einna bezt sérmenntaður
í sinni grein allra þeirra, sem þá kenndu i lærdómsdeild.
Eftir að námsárum lauk í menntaskóla og háskóla lágu af lur
saman leiðir okkar, og þá í Sálarrannsóknafélagi Islands. Allt
frá stofnfundinum og til æviloka var hann félagi þar, í nálega
53 ár, og þau ágætu hjón bæði. Og virkur félagi var hann lengi,
ritarí félagsins um árabil.