Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 54
ÆVAR R. KVARAN:
MERKUR SJÓNVARPSÞÁTTUR
Þann 17. okt. s.l. var þáttur í sjónvarpinu um huglækning-
ar, undir stjórn Geirs Viðars Vilhjálmssonar, sálfræðings. Hafði
harm fengið til viðræðna við sig um þetta efni þá Þorbjörn Sig-
urgeirsson, prófessor í eðlisfræði, Snorra P. Snorrason, lækni, og
Ölaf Tryggvason, sem þjóðkunnur er orðinn fyrir árangur sinn
í huglækningum.
Þáttur þessi var mjög vandaður að öllum undirbúningi og því
fróðlegur mjög fyrir áhorfendur. Rakti stjórnandi fyrst allítar-
lega sögu huglækninga og sýndi fram á, að þær eru langt frá
þvi að vera nokkur nýjung; hafa verið stundaðar af ýmsum
þjóðum frá örófi alda. Var einkanlega fróðlegt fyrir okkur fs-
lendinga að heyra stjórnanda þáttarins vitna í Hávamál, Sigur-
drífumál og Egilssögu máli sínu til stuðnings. Þá gerði hann
einnig grein fyrir hinum merku huglækningum, sem tíðkazt
hafa frá ómunatíð meðal Indíána Norður-Ameríku, t.d. Navaho-
Indíána. Þá gerði Geir grein fyrir lífsorkukerfi líkamans og
sýndi með myndum hinar ýmsu orkustöðvar hans og hvernig
t.d. yogar beina þjálfun sinni að þeim. Þá sýndi hann og út-
skýrði blik (áru) manna og ræddi um skyggni i þvi sambandi.
Sýndi hann og hver væri grundvöllur hinna fornu kínversku
nálastungu-lækninga (acupuncture). Þá var ekki síður fróðlegl
að sjá myndir af útgeislan laufblaða, sem ljósmynduð hafa ver-
ið með sérstakri aðferð, sem rússneski vísindamaðurinn dr. Kir-
lian hefur fundið upp.
Þá ræddi hann merkan árangur huglækninga og vitnaði í
því sambandi til tilrauna við Háskólasjúkrahúsið í Freiburg á
Þýzkalandi.