Morgunn - 01.12.1972, Side 55
MERKUR SJÓNVARPSÞÁTTUR
133
Þá var ekki sízt fróðlegt að sjá á sjónvarpsskerminum og fá
útskýrða táknmynd yfir hinar sjö vitundarvíddir.
Venjuleg heimsmynd Vesturlandabúa gerir yfirleitt lítið ráð
fyrir tilvist þeirra vitundarvídda, sem fólk kannar í hugleiðslu-
ástandi. Elmer og Alyce Green, sálfræðingar við Rannsókna-
deild Menninger Foundation, hafa kannað hugmyndakerfi viðs-
vegar að úr heiminum, þar sem fjallað hefur verið um hug-
leiðslureynslu og alheimslegar vitundarvíddir. Þau hafa dregið
hina sameiginlegu þætti hugmyndakerfanna upp í eftirfar-
andi skýringarmynd:
Þessi mynd af hugarsviði plánetunnar skiptist í 7 aðal-vit-
undarvíddir. Persónuleiki mannsins starfar á efnis-, tilfinn-
inga- og hugarvídd (nr. 1, 2, 3).
Hin þéttu mörk umhverfis manninn í þessum víddum gefa til
kynna, að um einstaklingsbundna vitund er yfirleitt að ræða i
þessum víddum. Á hinum alheimslegu vitundarsviðum handan
persónuleikans (nr. 4, 5, 6, 7) er vitund einstaklingsins ekki af-
mörkuð skýrt, heldur upplifir hann sig þar sem hluta af al-
heimslegri heild.
Mörg hugmyndakerfi tala um æðra sjálf, sem hér er kallað
lótus. Samkvæmt hugmyndakerfi Hindúa og Búddhatrúar-
manna samsvarar þessi lótus þeim þætti mannsins, sem sam-
kvæmt endurholdgunarkenningum þeirra safnar reynslu hinna
mismunandi jarðvista.
Æðsti þát lur mannsins, andinn, í kristnum kenningum, sam-
svarar þeim þa:tti, er hér nefnist gimsteinn. Hindúar nefna
þennan þátt Atman, en í guðspeki er talað um Mónad.