Morgunn - 01.12.1972, Page 58
GF.IR VIÐAR VILHJÁLMSSON, SÁLFRÆÐINGUR:
RANNSÓKNASTOFNUN
VITUNDARINNAR
Rannsóknastofnun Vitundarinnar varð til i júní 1971, en
stofnunin varð þó ekki fullkomlega orðin að sjálfstæðum, laga-
legum raunveruleika fyrr en með tilkomu endurbættra laga í
febrúar 1972 og hlaut stofnunin viðurkenningu ríkisskattstjóra
í apríl sama ár.
Markmið með starfsemi stofnunarinnar er:
1) Að vinna að vísindarannsóknum á vitundinni, á aðferð-
um til breytinga á vitundinni og á vitundarmöguleikum
mannsins.
2) Að stuðla að fræðslu og útgáfustarfsemi, sem tengd er
markmiði stofnunarinnar.
3) Að standa að ráðstefnum, fundum og námskeiðum, sem
tengd eru starfsemi stofnunarinnar.
4) Að efla samskipti fólks úr öllum fræðigreinum með það
fyrir augum að efla skilning á vitundinni og stuðla að
heildarsýn og vexti allra heilbrigðra eiginleika mannsins.
Stjóm stofnunarinnar skipa nú Geir Viðar Vilhjálmsson,
Ingibjörg Eyfells og örn Guðmundsson, en ráðgjafar stofnun-
arinnar eru eftirtaldir átta visinda- og fræðimenn:
fíáðgiafar. Advisory fíoard:
HELEN BONNY, R. M. T.
Music Therapist in Research
Maryland Psychiatric Research Center
Baltimore, Maryland.