Morgunn - 01.12.1972, Side 61
RANNSOKNASTOFNUN VITUNDARINNAR
139
svar frá lieilbrigðismálaráðuneytinu, sem sagðist myndu taka
tillit til umsóknarinnar við gerð fjárlaga fyrir árið 1973.
6) Skipulagsmöguleikar íslands áriÖ 2000: Skýrsla um þetta
efni kom út í ágúst 1972 og var hún skrifuð fyrir Framkvæmda-
stofnun ríkisins, sem veitti styrk til starfsins.
Lýsir skýrslan nýrri tækni til langtímaskipulagningar, sem
sérfræðingar við Stanford Researcli Institute, Kaliforníu hafa
þróað upp sem lið i stefnurannsóknum menntamála á vegum
bandaríska menntamálaráðuneytisins.
Að öðru leyti beinast rannsóknir okkar á þessu sviði að því
að safna upplýsingum um langtímaskipulagstækni og að því að
athuga, hvernig sálrænir þættir koma inn i langtímaskipulagn-
ingu, sem áhrifavaldar.
Ráðstefnur, fundir, fræðslu- og útgáfustarfsemi:
Megin verkefni á fyrri hluta ársins 1972 var undirbúningur
alþjóðlegrar ráðstefnu, International Conference on Psychobio-
logy and Transpersonal Psychology, sem haldin var dagana
31. maí til 5. júní að Bifröst, Borgarfirði. Ásamt Rannsókna-
stofnun Vitundarinnar stóð Transpersonal Association, Palo
Alto, Kaliforníu að ráðstefnunni. Um sextíu manns sóttu ráð-
stefnuna, sem var fullskipuð og tókst með ágætum. Er áætlað,
að ráðstefna þessi verði haldin með reglubundnu millibili og
munum við verða gestgjafar aftur 1974 eða 1975.
I marz og apríl dvöldu tveir af stjórnendum stofnunarinnar,
Ingibjörg Eyfells og Geir Viðar Vilhjálmsson í Bandaríkjunum
og heimsóttu ýmsar rannsóknastofnanir. Fyrirlestrar voru
haldnir við Sonoma State College, Kaliforníu og á ráðstefnu
sérfræðinga um viljastjórn vitundar, sem haldin var í Council
Grove á vegum rannsóknadeildar Menninger Foundation To-
peka, Kansas og Transpersonal Association.
í júní voru haldnir tveir kynningarfundir í Norræna Húsinu
og fjölluðu þeir um hugleiðslu og yoga. Voru þar sýndar tvær
hálftima kvikmyndir og svarað fyrirspurnum frá hinum fjöl-
mörgu fundargestum.