Morgunn - 01.12.1972, Page 64
142
MORGUNN
landi ásamt tveim kunnum vísindamönnum á vegum Amer-
íska sálarrannsóknafélagsins.
Fyrir tilstilli dr. Erlends var Hafsteini Björnssyni og konu
hans boðið til New York þann 12. ágúst s.l., svo vísindamenn
í Ameríska sálarrannsóknafélaginu mættu rannsaka hæfileika
hans. Enda hafði dr. Erlendur gert grein fyrir þessum rann-
sóknum sínum á Islandi i tímariti Ameríska sálarrannsókna-
félagsins.
I tilefni af þessu hafði Morgunn stutt viðtal við Hafstein.
— Hvar dvaldirðu, Hafsteinn, meðan þú varst i New York?
— f hinu mikla húsi Ameriska sólarrannsóknafélagsins við
Central Park. En það stórhýsi er algjörlega helgað starfsemi
félagsins. Á efstu hæð er stór og glæsileg íbúð og þar var okk-
ur hjónum komið fyrir.
— Og hvenær hófust svo fundir með þér?
— Strax daginn eftir komu mína, 13. ágúst.
— Hverjir fylgdust með því sem gerðist fyrir hönd Amer-
íska sálarrannsóknafélagsins?
— Dr. Karlis Osis, sem er forstjóri allra rannsókna félagsins,
dr. Ian Stevenson, sem er prófessor i taugasjúkdómum, en hef-
ur algjörlega snúið sér að rannsóknum sálrænna fyrirbæra, og
svo vitanlega dr. Erlendur. Ég kunni alveg sérstaklega vel við
þessa tvo amerísku vísindamenn, sem fordómalaust sýndu virð-
ingu fyrir hæfileikum minum. Þótt undarlegt megi virðast, þá
minntu þeir mig í allri framkomu á tvo íslenzka ágætismenn,
sem einnig rannsökuðu mig fyrr á órum, en það voru þeir Ein-
ar H. Kvaran og séra Kristinn Daníelsson.
— Hve marga fundi hélztu með þeim?
— Átta.
— Hvar voru þeir haldnir?
— I fyrrnefndu húsi félagsins.
— Hvernig var þeim fyrir komið?
— Ég var hafður á bak við tjald og sá því aldrei fundarmenn
beint. Ég vissi því aldrei hverjir þar voru eða hve margir,