Morgunn - 01.12.1972, Side 67
... Dagana 31. maí til 5. júní s.l. buðu Rann-
, .' . , . sóknastofnun Vitundarinnar, Reykiavík, og
visindaraðstefna ^ , . . . ’ . ' ,P
á íslandi ^ ranspersonal Association, Palo Alto, Kali-
forníu, til alþjóðlegrar vísindaráðstefnu um
sálfræði og sálræna liffræði, sem haldin var að Rifröst í Rorg-
arfirði. Sóttu ráðstefnuna 58 manns frá Bandaríkjunum, Can-
ada og ýmsum Evrópulöndum. Níu þátttakendur voru frá Is-
landi, prófessor Jóhann Axelsson, kona hans Inger Jessen, Ein-
ar Pálsson B.A. og sex starfsmenn Rannsóknarstofnunar Vit-
undarinnar. Tilheyrðu þátttakendurnir mörgum mismunandi
vísinda- og fræðigreinum, þar á meðal sálfræði, geðlæknis-
fræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði, efnafræði, samanburðartrúfræði,
guðfræði, austurlandafræðum, táknfræði, goðsagnfræði, tón-
listarlækningum, mannfræði o.fl.
Megintilgangur ráðstefnunnar var að ná saman til umræðna
sérfræðingum af hinum ýmsu visindasviðum, sem snerta rann-
sóknir á vitund mannsins, bera saman og meta niðurstöður af
mismunandi rannsóknasviðum, ræða aðferðir og gera áætlanir
um nýjar rannsóknir.
Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar voru:
1. Þróun vitundar mannsins.
Ræddu þau prófessor Huston Smith, Martha Crampton
M.A. og Dr. Stanislav Grof ýmsar fornar og nýjar leiðir
til stærra vitundarástands, þar á meðal yoga, hugleiðslu,
sállæknisaðferðir og sállyf. Einnig voru sýndar kvikmynd-
ir rnn tíbezkan búddhisma og um súfisma, sem íslenzka
sjónvarpið hefm- kost ó að fá til sýningar ásamt sjónvarps-
10