Morgunn - 01.12.1972, Síða 68
146
MORGUNN
mynd um nýjar, sállíffræðilegar rannsóknir á vitund
mannsins.
2. Andlegar lœkningar og huglœkningar.
Sagði bandaríski sálfræðingurinn Dr. Lawrence LeS'han
frá rannsóknum sínum á þessu sviði og tveir starfandi
huglæknar, Joan Reid frá Bretlandi og séra Edgar Jackson
frá Bandaríkjunum skýrðu frá reynslu sinni og starfsað-
ferðmn.
3. Líffrœðilegar hliðar sálarstarfseminnar.
Dr. Jean-George Henrotte, lífeðlisfræðingur frá Frakk-
landi kynnti niðurstöður mælinga sinna á yogum í hug-
leiðslu, bandaríski sálfræðingurinn prófessor Lester Fehmi
sýndi kvikmynd og ræddi um notkun heilabylgjumagnara
til þess að ná stjórn á vitundarástandinu.
Tékkneski geðlæknirinn dr. Paul Grof skýrði frá at-
hugunum sínum á liffræðilegum einkennum þunglyndis
og æðis, bandarisku eðlisfræðingarnir dr. Nicholas Her-
bert og dr. Buryl Payne gerðu grein fyrir starfsemi tauga-
kerfisins út frá sjónarhóli skammtakenninga (quantum
physics) og upplýsingafræða (information theory), og
hinn heimsþekkti, bandariski goðsagnfræðingur dr. Joseph
Campbell flutti erindi um „Liffræðilegar hliðar tákna um
hærri vitundarvíddir“, þar sem hann greindi frá sállíf-
fræðilegum kenningum Vedabókanna, hindúismans og
tíbezks búddhisma.
Óformlegu hámarki sínu náði ráðstefnan með giftingarat-
höfn að eldfornum sið, er fram fór við sólarupprás hinn siðasta
dag ráðstefnunnar. Voru þar gefin saman í heilagt hjónaband
tékkneski geðlæknirinn dr. Stanislav Grof og bandaríski mann-
fræðingurinn Joan Halifax. Var aðalvígslugjafinn samanburð-
artrúfræðingurinn prófessor Huston Smith, en séra Walter
Houston Clark og dr. Joseph Campbell aðstoðuðu. Spannaði at-
höfnin nokkra meginþætti trúarbragða mannkynsins saman í
eina heild, frá eldfornum indógermönskum siðum til kristni.
Að fornum íslenzkum sið voru allir bniðkaupsgestir leystir